Sveltum smalann Bjarni Karlsson skrifar 30. nóvember 2016 07:00 Tryggvi Emilsson lýsti því í bókinni Fátæku fólki hvernig það var að vera smalastrákur í sveit kringum aldamótin þarsíðustu. Þá þótti dyggð að svelta smalann. Soltinn smali bar vott um ráðdeildarsemi í búrekstri. Síðan hafa liðið hundrað ár og allt er breytt. Nema ekki þetta með smalann. Við viljum hafa fátækt fólk í landinu, ekki síst börn. Annað þykir vart ábyrgt. Okkur tókst nokkurn veginn að komast í gegnum nýafstaðnar kosningar án þess að ræða tvö aðalhagsmunamál barna, loftslagsmál og fátækt. Svo kom skýrsla Rauða krossins og minnti okkur á það sem allir vita og enginn deilir um að hundruð barna í landi okkar „búa við ömurlegar aðstæður og eru alin upp til varanlegrar fátæktar“. Það liggja líka fyrir nýlega uppfærðar tillögur frá Velferðarvaktinni byggðar á vinnu margra sérfræðinga um árabil þar sem því er lýst hvernig megi vinna bug á fátækt í landinu. Tillögurnar eru hér: https://www.velferdarraduneyti.is/media/velferdarvakt09/Skyrsla_Velferdarvaktar_Jan2015.pdf En nú er aðventan með sínum föstu liðum; það þarf að ræða mannréttindi barna varðandi aðventuheimsóknir í kirkjur og svo þarf að sýna myndir af fátæku fólki í röðum að bíða eftir mat í poka. En allir vita að við ætlum ekki að hætta að eyðileggja æsku barna með því að bjóða þeim upp á fátækt. Jafnvel þótt tiltölulega auðvelt sé að slá á sárustu hörmungina með nokkrum markvissum kerfisbreytingum og þótt vitað sé að slíkar aðgerðir myndu margborga sig til baka í peningum innan fárra ára þá veljum við að gera ekkert svoleiðis. Enn skal svelta smalann og í besta falli beita aumingjagæsku en forðast skynsemi og réttlæti. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Tryggvi Emilsson lýsti því í bókinni Fátæku fólki hvernig það var að vera smalastrákur í sveit kringum aldamótin þarsíðustu. Þá þótti dyggð að svelta smalann. Soltinn smali bar vott um ráðdeildarsemi í búrekstri. Síðan hafa liðið hundrað ár og allt er breytt. Nema ekki þetta með smalann. Við viljum hafa fátækt fólk í landinu, ekki síst börn. Annað þykir vart ábyrgt. Okkur tókst nokkurn veginn að komast í gegnum nýafstaðnar kosningar án þess að ræða tvö aðalhagsmunamál barna, loftslagsmál og fátækt. Svo kom skýrsla Rauða krossins og minnti okkur á það sem allir vita og enginn deilir um að hundruð barna í landi okkar „búa við ömurlegar aðstæður og eru alin upp til varanlegrar fátæktar“. Það liggja líka fyrir nýlega uppfærðar tillögur frá Velferðarvaktinni byggðar á vinnu margra sérfræðinga um árabil þar sem því er lýst hvernig megi vinna bug á fátækt í landinu. Tillögurnar eru hér: https://www.velferdarraduneyti.is/media/velferdarvakt09/Skyrsla_Velferdarvaktar_Jan2015.pdf En nú er aðventan með sínum föstu liðum; það þarf að ræða mannréttindi barna varðandi aðventuheimsóknir í kirkjur og svo þarf að sýna myndir af fátæku fólki í röðum að bíða eftir mat í poka. En allir vita að við ætlum ekki að hætta að eyðileggja æsku barna með því að bjóða þeim upp á fátækt. Jafnvel þótt tiltölulega auðvelt sé að slá á sárustu hörmungina með nokkrum markvissum kerfisbreytingum og þótt vitað sé að slíkar aðgerðir myndu margborga sig til baka í peningum innan fárra ára þá veljum við að gera ekkert svoleiðis. Enn skal svelta smalann og í besta falli beita aumingjagæsku en forðast skynsemi og réttlæti. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun