Toyota GT86 kemur af annarri kynslóð Finnur Thorlacius skrifar 8. desember 2016 14:17 Toyota GT86. Fram að þessu hafa bæði Toyota og Subaru, sem framleiddu GT86/BRZ bílinn saman, ekkert átið uppi um það hvort önnur kynslóð sportbílsins kæmi af annarri kynslóð. Þeirri þögn hefur nú verið aflétt því haft var nýlega eftir Karl Schlicht, einum varaforstjóra Toyota í Evrópu að von væri á annarri kynslóð bílsins. Aðdáendur hans munu kætast við þessar fréttir og krossa fingurna að fyrirtækin tvö setji nú í hann aðeins öflugri vél, að minnsta kosti sem valkost, en fyrsta kynslóðin, sem nú er orðin 5 ára, var eingöngu í boði með 200 hestafla vél. Sú vél var framleidd af Subaru og er af Boxer-gerð og með því var tryggður lágur þyngdarpunktur bílsins, sem er jú einkar eftirsóknarvert í sportbílum. Vélin í næsta bíl verður einnig frá Subaru og af Boxer-gerð. Toyota hefur engin áform um að yfirgefa sportbílamarkaðinn heldur þveröfugt, því Toyota er einnig í samstarfi við BMW með smíði arftaka Supra bíls Toyota og í tilfelli BMW verður þessi bíll arftaki BMW Z4 bílsins. Engar frekari upplýsingar um næstu kynslóð Toyota GT86 fengust uppúr Karl Schlicht, en stefnan er ljós, næsta kynslóð verður smíðuð og er það vel. Aðspurður hvort að blæjuútgáfa annarrar kynslóðar muni verða í boði sagði Karl að það sé ólíklegt í ljósi þess að hvorugt fyrirtækið, Toyota né Subaru, hafði vilja til þess að smíða fyrstu útgáfuna með þeim hætti. Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent
Fram að þessu hafa bæði Toyota og Subaru, sem framleiddu GT86/BRZ bílinn saman, ekkert átið uppi um það hvort önnur kynslóð sportbílsins kæmi af annarri kynslóð. Þeirri þögn hefur nú verið aflétt því haft var nýlega eftir Karl Schlicht, einum varaforstjóra Toyota í Evrópu að von væri á annarri kynslóð bílsins. Aðdáendur hans munu kætast við þessar fréttir og krossa fingurna að fyrirtækin tvö setji nú í hann aðeins öflugri vél, að minnsta kosti sem valkost, en fyrsta kynslóðin, sem nú er orðin 5 ára, var eingöngu í boði með 200 hestafla vél. Sú vél var framleidd af Subaru og er af Boxer-gerð og með því var tryggður lágur þyngdarpunktur bílsins, sem er jú einkar eftirsóknarvert í sportbílum. Vélin í næsta bíl verður einnig frá Subaru og af Boxer-gerð. Toyota hefur engin áform um að yfirgefa sportbílamarkaðinn heldur þveröfugt, því Toyota er einnig í samstarfi við BMW með smíði arftaka Supra bíls Toyota og í tilfelli BMW verður þessi bíll arftaki BMW Z4 bílsins. Engar frekari upplýsingar um næstu kynslóð Toyota GT86 fengust uppúr Karl Schlicht, en stefnan er ljós, næsta kynslóð verður smíðuð og er það vel. Aðspurður hvort að blæjuútgáfa annarrar kynslóðar muni verða í boði sagði Karl að það sé ólíklegt í ljósi þess að hvorugt fyrirtækið, Toyota né Subaru, hafði vilja til þess að smíða fyrstu útgáfuna með þeim hætti.
Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent