Hátíðarblað Glamour er komið út Ritstjórn skrifar 8. desember 2016 12:00 Myndir/Silja Magg Síðasta blað ársins, og jafnframt fyrsta blað ársins 2017 er komið út! Um er að ræða 200 blaðsíðna blað þar sem kennir ýmissa grasa. Ofurfyrirsætan Coco Rocha er forsíðufyrirsæta okkar en hún kom hingað til lands ásamt flottu teymi í haust og Silja Magg myndaði hana í stórbrotinni íslenskri náttúru. Það er óhætt að segja að hún hafi heillast af landi og þjóð og vakti ferð hennar hingað verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum. Afraksturin eru fjórir tískuþættir eftir Silju sem njóta sín vel í nýjasta blaðinu. Fyrirsætan hefur setið fyrir og gengið tískupalla fyrir öll þekktustu tískuhúsin í heiminum í dag og er í dag einnig með eigin fatalínu og fyrirsætuskrifstofu. Coco Rocha er í einlægu viðtali í blaðinu þar sem meðal annars kemur fram að henni þykir íslensk fatahönnun eigi að fá meiri athygli athygli á alþjóðamarkaði og að Ísland sé ólíkur öllum öðrum stöðum sem hún hefur komið til á sínum 14 ára ferli sem fyrirsæta. „Þetta er einstakur staður í heiminum, ekki einungis landið sjálft heldur tilfinningalega og sálfræðilega. Ég held að Ísland sé í algjörri andstæðu við margt af því sem fer í taugarnar á okkur við heiminn í dag.“Hér er má sjá brot af því sem Glamour býður upp á að þessu sinni! Ekki gleyma að tryggja þér eintak í næstu verslun eða koma í áskrift hér. Hátíðarfatnaðurinn er á sínum stað þar sem óhætt er að segja að gull, glimmer, pallíettur og flauel skipa stóran sess.Mynd/Rakel TómasVið kíkjum inn í fallegan fataskáp Helgu Ólafsdóttir en hún reynir að klæðast sem minnst svörtu. Áhugavert!Við kennum lesendum að gera leikandi létt hátíðarhár á augabragði í flottum hárgreiðslumyndaþættir eftir eðal teymi með ljósmyndarann Kára Sverriss í broddi fylkingar. Nýtt ár - nýtt upphaf! Við fengum Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking til að teikna upp árið 2017 - eftir stjörnumerkjum og svo stjörnuspá fyrir Ísland og heiminn í heild sinni. Verður 2017 jafn viðburðarríkt og 2016? HátíðarGlamour 200 blaðsíður - 2 forsíður - @cocorocha - 4 myndaþættir eftir @siljamagg - allt um hátíðarföt og förðun - Risa stjörnuspá fyrir 2017- Þetta gúrmeeintak er á leið til áskrifenda og í búðir núna! Forsíðufyrirsæta: @cocorocha Ljósmyndari: @siljamagg Stílisti: @inalekiewicz Förðun: @tonimaltmakeup Hár: @pablokuemin #glamouriceland #cocorocha # A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Dec 8, 2016 at 12:55am PST Forsíða No.2 @cocorocha er stórglæsileg í hátíðarblaði Glamour sem var að koma út! 200 blaðsíður af gúrme mynd- og lesefni Ljósmyndari: @siljamagg Stílisti: @inalekiewicz Förðun: @tonimaltmakeup Hár: @pablokuemin #glamouriceland #cocorocha A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Dec 8, 2016 at 7:38am PST Glamour Tíska Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Síðkjólar og demantar á konunglegri frumsýningu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour
Síðasta blað ársins, og jafnframt fyrsta blað ársins 2017 er komið út! Um er að ræða 200 blaðsíðna blað þar sem kennir ýmissa grasa. Ofurfyrirsætan Coco Rocha er forsíðufyrirsæta okkar en hún kom hingað til lands ásamt flottu teymi í haust og Silja Magg myndaði hana í stórbrotinni íslenskri náttúru. Það er óhætt að segja að hún hafi heillast af landi og þjóð og vakti ferð hennar hingað verðskuldaða athygli á samfélagsmiðlum. Afraksturin eru fjórir tískuþættir eftir Silju sem njóta sín vel í nýjasta blaðinu. Fyrirsætan hefur setið fyrir og gengið tískupalla fyrir öll þekktustu tískuhúsin í heiminum í dag og er í dag einnig með eigin fatalínu og fyrirsætuskrifstofu. Coco Rocha er í einlægu viðtali í blaðinu þar sem meðal annars kemur fram að henni þykir íslensk fatahönnun eigi að fá meiri athygli athygli á alþjóðamarkaði og að Ísland sé ólíkur öllum öðrum stöðum sem hún hefur komið til á sínum 14 ára ferli sem fyrirsæta. „Þetta er einstakur staður í heiminum, ekki einungis landið sjálft heldur tilfinningalega og sálfræðilega. Ég held að Ísland sé í algjörri andstæðu við margt af því sem fer í taugarnar á okkur við heiminn í dag.“Hér er má sjá brot af því sem Glamour býður upp á að þessu sinni! Ekki gleyma að tryggja þér eintak í næstu verslun eða koma í áskrift hér. Hátíðarfatnaðurinn er á sínum stað þar sem óhætt er að segja að gull, glimmer, pallíettur og flauel skipa stóran sess.Mynd/Rakel TómasVið kíkjum inn í fallegan fataskáp Helgu Ólafsdóttir en hún reynir að klæðast sem minnst svörtu. Áhugavert!Við kennum lesendum að gera leikandi létt hátíðarhár á augabragði í flottum hárgreiðslumyndaþættir eftir eðal teymi með ljósmyndarann Kára Sverriss í broddi fylkingar. Nýtt ár - nýtt upphaf! Við fengum Gunnlaug Guðmundsson stjörnuspeking til að teikna upp árið 2017 - eftir stjörnumerkjum og svo stjörnuspá fyrir Ísland og heiminn í heild sinni. Verður 2017 jafn viðburðarríkt og 2016? HátíðarGlamour 200 blaðsíður - 2 forsíður - @cocorocha - 4 myndaþættir eftir @siljamagg - allt um hátíðarföt og förðun - Risa stjörnuspá fyrir 2017- Þetta gúrmeeintak er á leið til áskrifenda og í búðir núna! Forsíðufyrirsæta: @cocorocha Ljósmyndari: @siljamagg Stílisti: @inalekiewicz Förðun: @tonimaltmakeup Hár: @pablokuemin #glamouriceland #cocorocha # A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Dec 8, 2016 at 12:55am PST Forsíða No.2 @cocorocha er stórglæsileg í hátíðarblaði Glamour sem var að koma út! 200 blaðsíður af gúrme mynd- og lesefni Ljósmyndari: @siljamagg Stílisti: @inalekiewicz Förðun: @tonimaltmakeup Hár: @pablokuemin #glamouriceland #cocorocha A photo posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on Dec 8, 2016 at 7:38am PST
Glamour Tíska Mest lesið Critics Choice: Rauði dregillinn Glamour Litríkar sumarneglur Glamour Síðkjólar og demantar á konunglegri frumsýningu Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Guðdómleg heimilislína frá Gucci Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Smekklegir tískusýningagestir hjá Dior Glamour Anna Wintour á forsíðu Business of Fashion Glamour Anna Wintour heiðruð af bresku krúnunni Glamour Þeir áttu rauða dregilinn Glamour