Viðskipti innlent

Blöskraði dekkjaverð á Íslandi og sparaði sér á þriðja hundrað þúsund

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Dekkin fékk Hallbjörn send beint heim að dyrum með Fedex.
Dekkin fékk Hallbjörn send beint heim að dyrum með Fedex. Vísir/Skjáskot
Hallbjörn Karlsson fjárfestir pantaði sér sumardekk á bílinn sinn í gegnum erlenda vefsíðu. Það væri ekki frásögu færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að dekkin voru rúmlega 253 þúsund krónum ódýrari heldur en sömu dekk sem keypt eru á Íslandi. Hallbjörn greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.

Eitt stykki af slíku dekki segir Hallbjörn að kosti 99.990 krónur hér á Íslandi. Hallbjörn gat hinsvegar nálgast fjögur stykki af sömu dekkjum á breskri vefsíðu og kostaði það hann einungis 147 þúsund krónur með tolli, virðisaukaskatti og flutningskostnaði.

Hefði hann ekki athugað málið og keypt fjögur slík dekk á Íslandi hefði það kostað hann rúmlega 400 þúsund krónur. Eins og áður segir munar þar 253 þúsund krónum á verði.

Að sögn Hallbjörns tók flutningurinn á dekkjunum ekki nema um fimm daga, en dekkin fékk hann send beint heim að dyrum með Fedex sendingarþjónustunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×