Allt það besta úr torfærunni í sumar Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 14:05 Jakob Cecil Hafsteinsson torfærukappi hefur tekið saman hreint magnað myndband af því besta úr torfærukeppnum sumarsins, bæði héðan frá Íslandi og frá afar sjónrænni keppni íslenskra torfæruökumanna til Tennessee í Bandaríkjunum í haust. Sumir taktarnir sem sjást í þessu myndskeiði eru svo ótrúlegir að orð fá ekki lýst, en með þeim sannast eina ferðina enn hve frábærir íslenskir torfæruökumenn eru og hve vald þeirra yfir bílunum er einstakt. Þó athygliverðara er hve djarfir þeir eru við tilraunir sínar við að glíma við það sem flestum fyndist algerlega ókleifar hindranir. Hér sjást einmitt fjölmargar slíkar sem bæði heppnuðust og ekki og þær síðartöldu oft á tíðum ekki fyrir viðkvæma. Gefið hefur verið út torfærudagatal næsta árs og skemmtilegt að upplýsa það hér að aftur stendur til að taka þátt í torfærukeppninni í Tennessee í október á næsta ári. Keppnirnar á Íslandi verða hinsvegar 13. maí á Hellu, 27. maí á Suðurnesjum, 10. og 11. júní á Akureyri, 8. júlí á Egilsstöðum, 29. júlí á Akranesi og 10. ágúst á Akureyri. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent
Jakob Cecil Hafsteinsson torfærukappi hefur tekið saman hreint magnað myndband af því besta úr torfærukeppnum sumarsins, bæði héðan frá Íslandi og frá afar sjónrænni keppni íslenskra torfæruökumanna til Tennessee í Bandaríkjunum í haust. Sumir taktarnir sem sjást í þessu myndskeiði eru svo ótrúlegir að orð fá ekki lýst, en með þeim sannast eina ferðina enn hve frábærir íslenskir torfæruökumenn eru og hve vald þeirra yfir bílunum er einstakt. Þó athygliverðara er hve djarfir þeir eru við tilraunir sínar við að glíma við það sem flestum fyndist algerlega ókleifar hindranir. Hér sjást einmitt fjölmargar slíkar sem bæði heppnuðust og ekki og þær síðartöldu oft á tíðum ekki fyrir viðkvæma. Gefið hefur verið út torfærudagatal næsta árs og skemmtilegt að upplýsa það hér að aftur stendur til að taka þátt í torfærukeppninni í Tennessee í október á næsta ári. Keppnirnar á Íslandi verða hinsvegar 13. maí á Hellu, 27. maí á Suðurnesjum, 10. og 11. júní á Akureyri, 8. júlí á Egilsstöðum, 29. júlí á Akranesi og 10. ágúst á Akureyri.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent