120 BMW bílar ónýtir eftir lestarslys Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 12:15 Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Lestarslys í S-Karolínuríki Bandaríkjanna eyðilagði 120 glænýja BMW bíla, en slysið átti sér stað aðeins nokkra tugi kílómetra frá verksmiðju BMW í Spartanburg í S-Karolínu og var förinni heitið til hafnar í Charleston þar sem þeir áttu að fara á erlenda markaði. Bílarnir voru af gerðunum X3, X4, X5 og X6, þ.e. jeppar og jepplingar sem ekki teljast af ódýrari gerðinni. Bílarnir voru í alls 12 dráttarvögnum. Sumar heimildir herma að aðeins 97 þeirra hafi gereyðilagst, en aðrar segja að allir 120 bílar séu ónýtir. Eins og sést í myndskeiðinu hér að ofan eru bílarnir ansi illa farnir og ekki er farið um þá mjúkum höndum er þeir eru fjarlægðir úr lestarvögnunum og þá líklega til förgunar.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent