Hömlulausar listasmiðjur ungmenna á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 11:00 Kjartan er verkefnastjóri menningarmála í Ungmennahúsinu Rósenberg og á myndinni á veggnum er samstarfsmaður hans Jóhann Malmquist. „Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016. Lífið Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira