Verður þessi dýrasti bíll heims? Finnur Thorlacius skrifar 7. desember 2016 09:14 Ferrari 250 GTO, árgerð 1962. Sá bíll sem selst hefur á hæsta verði allra bíla er 1962 árgerðin af Ferrari 250 GTO sem seldist fyrir 4,25 milljarða króna árið 2014. Þessi bíll sem hér sést á mynd mun hinsvegar taka af honum þann titil ef hann selst á því verði sem sett er upp, eða 6,34 milljarðar (45 milljón pund). Bíllinn er nú til sölu í Bretlandi, en hann er einnig af gerðinni Ferrari 250 GTO og af sömu árgerð og sá dýrasti hingað til, eða 1962. Þessi bíll var annar í röðinni sem smíðaður var af þessum goðsagnarkennda bíl og var notaður við prófanir í verksmiðjum Ferrari og þróun GTO bíla fyrirtækisins. Eftir það var hann seldur á almennum markaði í lok árs 1962. Það kemur brátt í ljós hvort einhver með fulla vasa af peningum stekkur á það háa verð sem sett er á þennan söfnunarbíl. Það gæti hugsanlega verið góð fjárfesting því verð á svona bílum hefur ekkert gert nema hækka á undanförnum árum. Þess má geta að annar dýrasti bíll heimsins í dag er einnig frá Ferrari og er 1957 árgerðin af Ferrari 335 Sport Scaglietti og seldist hann á 4,09 milljarða króna. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Sá bíll sem selst hefur á hæsta verði allra bíla er 1962 árgerðin af Ferrari 250 GTO sem seldist fyrir 4,25 milljarða króna árið 2014. Þessi bíll sem hér sést á mynd mun hinsvegar taka af honum þann titil ef hann selst á því verði sem sett er upp, eða 6,34 milljarðar (45 milljón pund). Bíllinn er nú til sölu í Bretlandi, en hann er einnig af gerðinni Ferrari 250 GTO og af sömu árgerð og sá dýrasti hingað til, eða 1962. Þessi bíll var annar í röðinni sem smíðaður var af þessum goðsagnarkennda bíl og var notaður við prófanir í verksmiðjum Ferrari og þróun GTO bíla fyrirtækisins. Eftir það var hann seldur á almennum markaði í lok árs 1962. Það kemur brátt í ljós hvort einhver með fulla vasa af peningum stekkur á það háa verð sem sett er á þennan söfnunarbíl. Það gæti hugsanlega verið góð fjárfesting því verð á svona bílum hefur ekkert gert nema hækka á undanförnum árum. Þess má geta að annar dýrasti bíll heimsins í dag er einnig frá Ferrari og er 1957 árgerðin af Ferrari 335 Sport Scaglietti og seldist hann á 4,09 milljarða króna.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent