Ég er tilbúin Berglind Pétursdóttir skrifar 5. desember 2016 09:45 Það er ekki vika liðin af desember en ég læt það ekki stöðva mig. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég er vægast sagt við það að tryllast. Jólatréð er komið upp í stofunni og ég er að gæla við að falda einhverjar sætar jólagardínur og skella þeim upp í vikunni. Jólagjafainnkaupin voru kláruð á netinu eina niðdimma nóvembernótt og ég bíð þess nú að pósturinn negli þeim inn um dyrnar svo ég geti pakkað þeim inn, drukkið kakó og hlustað á Þú komst með jólin til mín þúsund sinnum í röð. Þetta er frekar óvenjuleg hegðun af minni hálfu, er venjulega týpan sem gleðst svosem yfir jólabjór en fussar yfir jólalögunum á Bylgjunni og hendir jólatrénu í sturtu rétt um fimmleytið á aðfangadag. Ég er bara svo ótrúlega tilbúin í einhverja fáránlega glaðlega stemningu akkúrat núna. Ekki fleiri Brúnegg, ekki meiri pólitík. Það er bara hreinlega ekki í boði að röfla um stjórnarmyndunarumboð meðan maður biður félagana að þrýsta fingrinum létt á borðann þar sem slaufur eru hnýttar utan um persónulegar gjafir til ættingja og vina. Það gengur bara ekki upp. Einu umræðurnar sem ég mun taka þátt í næstu vikurnar snúa að sörubakstri og hvort það eigi að vera kaffi í kreminu. Ég hvet lesendur til að fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér í jólagleðinni í ár. Verum létt. Bindið mig niður með jólaseríu. Rúllið mér inn í glanspappír. Festið á mig sogskálarnar sem eiga að festa seríurnar í gluggana en losna alltaf af glerinu. Keyrið mig í kóka-kóla lest á næstu Siggu Beinteins tónleika. Jólin mega koma. Komið, jól, og takið mig. Ég er reiðubúin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Það er ekki vika liðin af desember en ég læt það ekki stöðva mig. Ég er komin í svo mikið jólaskap að ég er vægast sagt við það að tryllast. Jólatréð er komið upp í stofunni og ég er að gæla við að falda einhverjar sætar jólagardínur og skella þeim upp í vikunni. Jólagjafainnkaupin voru kláruð á netinu eina niðdimma nóvembernótt og ég bíð þess nú að pósturinn negli þeim inn um dyrnar svo ég geti pakkað þeim inn, drukkið kakó og hlustað á Þú komst með jólin til mín þúsund sinnum í röð. Þetta er frekar óvenjuleg hegðun af minni hálfu, er venjulega týpan sem gleðst svosem yfir jólabjór en fussar yfir jólalögunum á Bylgjunni og hendir jólatrénu í sturtu rétt um fimmleytið á aðfangadag. Ég er bara svo ótrúlega tilbúin í einhverja fáránlega glaðlega stemningu akkúrat núna. Ekki fleiri Brúnegg, ekki meiri pólitík. Það er bara hreinlega ekki í boði að röfla um stjórnarmyndunarumboð meðan maður biður félagana að þrýsta fingrinum létt á borðann þar sem slaufur eru hnýttar utan um persónulegar gjafir til ættingja og vina. Það gengur bara ekki upp. Einu umræðurnar sem ég mun taka þátt í næstu vikurnar snúa að sörubakstri og hvort það eigi að vera kaffi í kreminu. Ég hvet lesendur til að fara gjörsamlega fram úr sjálfum sér í jólagleðinni í ár. Verum létt. Bindið mig niður með jólaseríu. Rúllið mér inn í glanspappír. Festið á mig sogskálarnar sem eiga að festa seríurnar í gluggana en losna alltaf af glerinu. Keyrið mig í kóka-kóla lest á næstu Siggu Beinteins tónleika. Jólin mega koma. Komið, jól, og takið mig. Ég er reiðubúin. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun