Segja ákvörðun forsetans óþarfa og mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2016 12:00 Forsetinn veitti Birgittu Jónsdóttur stjórnarmyndunarumboð í gær. Vísir/Ernir Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20. Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Þingmenn Viðreisnar, þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Benedikt Jóhannesson og Þorsteinn Víglundsson, telja það hafa verið óþarfa hjá forseta Íslands að veita umboð til stjórnarmyndunar. Allir flokkar séu að tala saman sem stendur og því hafi það jafnvel verið mistök hjá forseta að veita einhverjum einum umboðið. Guðni Th. Jóhannesson, forseta Íslands, kallaði forystufólk allra flokka sem eiga fulltrúa á Alþingi á sinn fund á Staðastað í gær og að fundunum loknum ákvað hann að veita Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, stjórnarmyndunarumboð.Sjá einnig: Píratar fá stjórnarmyndunarumboðiðÁður hafði enginn verið með umboðið eftir að Katrínu Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssyni mistókst að mynda ríkisstjórn. Þorgerður Katrín telur að það hafi verið óþarfi hjá forseta að veita umboðið aftur. Fólk sé að kynnast og þreifa hvert á öðru málefnalega séð. „Að láta einhvern fá umboð, ég held að það skipti ekki öllu máli. Ég held að það sé óþarfi núna fyrir þessa helgi. Það er ljóst að menn hafa verið að tala saman á síðustu dögum, síðustu vikum. Það er allt að þróast,“ sagði Þorgerður í þættinum Vikan á RÚV í gærkvöldi.Þorsteinn og Þorgerður ræða saman á göngum Alþingis þegar Katrín Jakobsdóttir reyndi að mynda fimm flokka stjórn.Vísir/EyþórÞorsteinn Víglundsson tók í sama streng í Vikulokunum í dag. Það hafi verið mistök hjá forseta að fela einhverjum umboð til myndunar stjórnar á þessum tímapunkti. Það hefði skilað litlum árangri fram til þess að veita einhverjum umboðið, ekki síst vegna þess að ekki liggur ljóst fyrir hvaða stjórnarmynstur væru líklegust eftir kosningar.Sjá einnig: Hyggst skila umboðinu náist ekki lending straxBenedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir stöðuna býsna flókna í samtali við Fréttablaðið í dag.„Ég lagði til eftir að ég fundaði með forsetanum í gær að menn slöppuðu aðeins af og hugsuðu málin um helgina. Forsetinn hefur hins vegar ákveðið að gera þetta öðruvísi og ég virði ákvörðun hans,“ segir Benedikt. Flokkarnir fimm funda formlega næsta mánudag og ræða möguleikann á því að þeir myndi starfhæfa ríkisstjórn.Rætt verður við þau Birgittu Jónsdóttur, Sigurð Inga Jóhannsson, Ragnheiði Ríkharðsdóttur og Svavar Gestsson í Víglínunni í beinni útsendingu á Vísi klukkan 12:20.
Tengdar fréttir Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00 Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15 Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46 Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Hyggst skila umboðinu náist ekki lending strax Katrín Jakobsdóttir telur tímabært að myndun þjóðstjórnar sé rædd. Benedikt Jóhannesson segist virða ákvörðun forsetans um að láta Birgittu Jónsdóttur fá umboðið en hann hafi lagt til við forsetann að menn slöppuðu af um helgi 3. desember 2016 07:00
Píratar fá stjórnarmyndunarumboðið Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Birgittu Jónsdóttur Pírata stjórnarmyndunarumboðið. 2. desember 2016 16:15
Píratar stefna á að endurvekja viðræður um fimm flokka stjórn Píratar stefna á að endurvekja viðræður á milli Pírata, VG, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar sem sigldu í strand í síðustu viku. 2. desember 2016 16:46
Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Ónýt miðja, vantraust á nýja leikendur og stór kosningaloforð nýrra flokka gera það að verkum að erfitt reynist að mynda ríkisstjórn. 2. desember 2016 12:32