Þremenningarnir sýknaðir eftir að fórnarlömbin drógu framburð sinn til baka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2016 10:52 Mennirnir þrír með verjendum sínum. vísir/gva Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00