Þremenningarnir sýknaðir eftir að fórnarlömbin drógu framburð sinn til baka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. desember 2016 10:52 Mennirnir þrír með verjendum sínum. vísir/gva Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir. Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Þrír menn sem sakaðir voru um alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu gegn fullorðnu pari við Grímsbæ í Fossvogi árið 2014 voru sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Parið breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins og sagði mennina aldrei hafa veist að þeim, né svipt þau frelsi sínu. Tveir mannanna, Alvar Óskarsson og Jónas Árni Lúðvíksson, hafa hlotið þunga dóma. Þeir voru báðir dæmdir fyrir aðild að umfangsmestu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi, í Pólstjörnumálinu annars vegar og Papeyjarmálinu hins vegar. Þeir voru báðir sýknaðir í morgun. Þriðji maðurinn var einnig sýknaður en var sviptur ökuréttindum í eitt ár. Þremenningarnir voru sakaðir um að hafa veist að fólkinu, konu og karlmanni á fimmtugs- og sextugsaldri, fyrir utan Grímsbæ í Fossvogi árið 2014. Þeir voru sagðir hafa slegið þau ítrekað í andlitið og hert að hálsi konunnar, og svo þvingað þau inn í bíl. Konan var sögð hafa flúið út um glugga bílsins, en að mennirnir hefðu ekið með manninn í Garðabæ þar sem þeir áttu að hafa haldið honum föngnum í allt að fjörutíu mínútur og veist að honum.Leitaði til lögreglu Konan leitaði á lögreglustöðina eftir að hafa komist út úr bílnum þar sem hún sagði frá átökum. Sagði hún mennina hafa kýlt sig svo fast að losnað hefði um tennur sínar. Hún sagðist hins vegar við aðalmeðferð málsins að ekkert af fyrrnefndu hefði gerst og sagðist ekki muna hvernig áverkarnir væru tilkomnir, en að hún hafi verið í mikilli neyslu fíkniefna á þessum tíma. Taldi hún líklegast að hún hefði dottið. Þá gat hún ekki skýrt af hverju blóð af sambýlismanni hennar fannst á fötum hennar.Gjörbreyttur framburður beggja Framburður mannsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var á svipaða leið. Hann sagðist allan tímann hafa verið frjáls ferða sinna og sagðist telja að vitnisburður sinn hjá lögreglu hafi verið rangur. Vitni í málinu, karlmaður á þrítugsaldri, breytti einnig framburði sínum fyrir dómi. Hann hafði, samkvæmt gögnum málsins, óskað í þrígang eftir aðstoð lögreglu við Grímsbæ þetta kvöld. Hann bar hins vegar við minnisleysi við aðalmeðferð málsins. Að sögn annars vitnis, starfsmanns á bensínstöð, kom karlmaðurinn þetta kvöld inn á bensínstöðina, alblóðugur og sagðist hafa verið laminn með öxi í höfuðið. Starfsmaðurinn óskaði eftir sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á slysadeild. Læknir sem tók á móti manninum sagði fyrir dómi að áverkar mannsins hefðu verið miklir og grófir.
Pólstjörnumálið Tengdar fréttir Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00 Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02 Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45 Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Hringdi þrisvar í Neyðarlínuna: „Guð minn góður. Þeir hafa rænt þeim“ Karlmaður á þrítugsaldri er sagður hafa í þrígang óskað eftir lögregluaðstoð vegna gruns um alvarlega líkamsárás við Grímsbæ í Fossvogi í Reykjavík í júlí 2014. 4. október 2016 09:00
Sakaðir um grófa líkamsárás en segjast einungis hafa verið að hjálpa fórnarlambinu Neita allir sök í málinu. 3. október 2016 14:02
Slapp dauðhrædd út um glugga fyrir tveimur árum en segir allt aðra sögu í dag Kona sem kvaðst hafa orðið fyrir stórfelldri líkamsárás og frelsissviptingu af hálfu þriggja manna í júlí 2014 breytti framburði sínum við aðalmeðferð málsins í morgun. 3. október 2016 15:45
Sakborningar í Papeyjar- og Pólstjörnumálunum ákærðir fyrir frelsissviptingu og líkamsárás Sagðir hafa veist að pari í Fossvoginum og svipt þau frelsi sínu. 3. október 2016 07:00