Brú yfir Fossvog forsenda uppbyggingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 2. desember 2016 06:00 Hér má sjá hvar búist er við að brúin komi yfir Fossvoginn. Vísir. Átta hundruð íbúðir munu rísa á Kársnesi í framtíðinni. Þegar hefur verið samþykkt skipulag tveggja reita fyrir fjölbýlishús með um 250 íbúðum og munu framkvæmdir við þær hefjast á næsta ári. Að auki er gert ráð fyrir 550 íbúðum á þróunarsvæði vestast á Kársnesi. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjórnarskrifstofum eru þessu til viðbótar tæplega 400 íbúðir í byggingu í bryggjuhverfinu á Kársnesi sem þegar hefur verið skipulagt og er í uppbyggingu. Á svæðinu vestast á Kársnesi er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænum samgöngum, verslun og þjónustu. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Gert er ráð fyrir að uppbygging svæðisins taki á bilinu 10-20 ár en unnið hefur verið að skipulagslýsingu sem er undanfari að deiliskipulagi. Er skipulagslýsingin núna í kynningarferli hjá bænum. „Við erum auðvitað að fara í alveg gríðarlega mikla hreinsun og uppbyggingu,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Hún segir þennan stað alveg mega við hreinsuninni því svæðið hafi drabbast niður. „En við viljum snúa við þessari þróun og hefja uppbyggingu,“ segir hún. Theódóra segir að forsendan fyrir uppbyggingunni sé brúin milli Kársness og Fossvogs. „Við þurfum að styðja við uppbyggingu borgarlínunnar með góðri samgöngustefnu af því að við getum ekki farið í þessa uppbyggingu nema að við þjónustum íbúana með góðum almenningssamgöngum, góðum hjólastígum og betra flæði,“ segir Theódóra og bætir við að bærinn hafi fengið verkfræðistofu til þess að reikna út framtíðarumferðarspá. Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af Kársnesbraut, eins og hún yrði eftir breytingu. Það þurfi að bregðast við þeirri þróun sem spáð er á næstu 25-30 árum á höfuðborgarsvæðinu að íbúum fjölgi um 70 þúsund manns. „Þannig að við erum með langtímaplan og erum að horfa á þetta svæði sem langtímatækifæri,“ segir Theódóra. Væntanleg brú þarf að fara í umhverfismat og verið er að vinna að undirbúningi þess. Þrír aðilar vinna að verkefninu, en auk Kópavogs eru það Reykjavíkurborg og Vegagerðin. Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði á Kársnesi. „Við vorum að breyta hjá okkur aðalskipulagi af því að við gerðum ekki ráð fyrir almenningssamgöngum þegar við vorum að vinna aðalskipulag á síðasta kjörtímabili. Reykjavík var með það hjá sér þannig að við erum að samræma það,“ segir Theódóra og bætir við að brúin sé ekki hugsuð fyrir almenna bílaumferð. Kópavogur tekur á móti athugasemdum og ábendingum við skipulagslýsingarnar tvær til 22. desember nk. Athugasemdir skulu sendast á skipulag@kopavogur.is eða á skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs í Fannborg 6, 200 Kópavogi. Kársnes. Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Áhugi fyrir göngu- og hjólabrú yfir Fossvog Útfærsla á rúmlega þrjú hundruð metra langri göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn var kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs fyrr í vikunni. 24. ágúst 2012 05:45 Gegnsæ göng í stað brúarinnar Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. 25. maí 2013 06:00 Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag "Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig. 28. nóvember 2013 06:00 Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. 4. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Átta hundruð íbúðir munu rísa á Kársnesi í framtíðinni. Þegar hefur verið samþykkt skipulag tveggja reita fyrir fjölbýlishús með um 250 íbúðum og munu framkvæmdir við þær hefjast á næsta ári. Að auki er gert ráð fyrir 550 íbúðum á þróunarsvæði vestast á Kársnesi. Samkvæmt upplýsingum frá bæjarstjórnarskrifstofum eru þessu til viðbótar tæplega 400 íbúðir í byggingu í bryggjuhverfinu á Kársnesi sem þegar hefur verið skipulagt og er í uppbyggingu. Á svæðinu vestast á Kársnesi er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænum samgöngum, verslun og þjónustu. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Gert er ráð fyrir að uppbygging svæðisins taki á bilinu 10-20 ár en unnið hefur verið að skipulagslýsingu sem er undanfari að deiliskipulagi. Er skipulagslýsingin núna í kynningarferli hjá bænum. „Við erum auðvitað að fara í alveg gríðarlega mikla hreinsun og uppbyggingu,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, formaður skipulagsnefndar Kópavogs. Hún segir þennan stað alveg mega við hreinsuninni því svæðið hafi drabbast niður. „En við viljum snúa við þessari þróun og hefja uppbyggingu,“ segir hún. Theódóra segir að forsendan fyrir uppbyggingunni sé brúin milli Kársness og Fossvogs. „Við þurfum að styðja við uppbyggingu borgarlínunnar með góðri samgöngustefnu af því að við getum ekki farið í þessa uppbyggingu nema að við þjónustum íbúana með góðum almenningssamgöngum, góðum hjólastígum og betra flæði,“ segir Theódóra og bætir við að bærinn hafi fengið verkfræðistofu til þess að reikna út framtíðarumferðarspá. Hér má sjá tölvuteiknaða mynd af Kársnesbraut, eins og hún yrði eftir breytingu. Það þurfi að bregðast við þeirri þróun sem spáð er á næstu 25-30 árum á höfuðborgarsvæðinu að íbúum fjölgi um 70 þúsund manns. „Þannig að við erum með langtímaplan og erum að horfa á þetta svæði sem langtímatækifæri,“ segir Theódóra. Væntanleg brú þarf að fara í umhverfismat og verið er að vinna að undirbúningi þess. Þrír aðilar vinna að verkefninu, en auk Kópavogs eru það Reykjavíkurborg og Vegagerðin. Blönduð byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænar samgöngur, verslun og þjónusta verða áhersluatriði á Kársnesi. „Við vorum að breyta hjá okkur aðalskipulagi af því að við gerðum ekki ráð fyrir almenningssamgöngum þegar við vorum að vinna aðalskipulag á síðasta kjörtímabili. Reykjavík var með það hjá sér þannig að við erum að samræma það,“ segir Theódóra og bætir við að brúin sé ekki hugsuð fyrir almenna bílaumferð. Kópavogur tekur á móti athugasemdum og ábendingum við skipulagslýsingarnar tvær til 22. desember nk. Athugasemdir skulu sendast á skipulag@kopavogur.is eða á skipulags- og byggingardeild umhverfissviðs í Fannborg 6, 200 Kópavogi. Kársnes.
Fossvogsbrú Reykjavík Kópavogur Tengdar fréttir Áhugi fyrir göngu- og hjólabrú yfir Fossvog Útfærsla á rúmlega þrjú hundruð metra langri göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn var kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs fyrr í vikunni. 24. ágúst 2012 05:45 Gegnsæ göng í stað brúarinnar Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. 25. maí 2013 06:00 Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag "Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig. 28. nóvember 2013 06:00 Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. 4. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Áhugi fyrir göngu- og hjólabrú yfir Fossvog Útfærsla á rúmlega þrjú hundruð metra langri göngu- og hjólabrú yfir Fossvoginn var kynnt í skipulagsnefnd Kópavogs fyrr í vikunni. 24. ágúst 2012 05:45
Gegnsæ göng í stað brúarinnar Meta á hvort hjóla- og göngutenging yfir Fossvog geti verið um gegnsæ og vatnsheld göng á botni vogsins. „Siglingamenn og fleiri hafa lýst áhyggjum vegna vegtengingar yfir Fossvog. 25. maí 2013 06:00
Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag "Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig. 28. nóvember 2013 06:00
Fjórir keppa áfram á Kársnesi Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna. 4. febrúar 2016 07:00