Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Berlín til að láta vita af sér nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 19. desember 2016 22:16 Frá vettvangi. mynd/epa Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur biðlað til Íslendinga að láta aðstandendur vita af sér. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að Íslendingar í Berlín séu hvattir til þess að nýta sér samfélagsmiðla til að láta vini og ættingja vita að þeir séu óhultir. Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hafa ekki borist neinar upplýsingar um að Íslendingar hafi slasast í árásinni í kvöld en hún er í beinu sambandi við neyðarteymi þýsku stjórnsýslunnar sem tekur saman upplýsingar um fórnarlömb. „Utanríkisráðuneytið hvetur alla Íslendinga sem eru á svæðinu að fylgjast vel með tilmælum yfirvalda á staðnum. Sem stendur er fólk beðið um að vera ekki að vera á ferli að óþörfu og halda sig á öruggum stöðum. Ef aðstandendur á Íslandi hafa áhyggjur af fólki sem vitað er að er á svæðinu og ná ekki sambandi við það, eru þeir hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í síma 5459900” segir í tilkynningunni.„Menn eru í sjokki“Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Þýskalandi, sagði í samtali við fréttastofu Vísis að honum hefðu ekki borist fregnir af því að Íslendingar hefðu verið á meðal særðra. „Við höfum verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér og okkur er ekki kunnugt um að neinir Íslendingar hafi verið meðal særðra eða látinna.“ Martin segir að fólk sé slegið yfir atburðum dagsins. „Maður veit varla hvernig maður á að bregðast við þessu. Þetta er auðvitað hörmulegt og ömurlegt illvirki sem ekki er á nokkurn hátt hægt að skilja. Menn eru í sjokki yfir þessu.“Markaðurinn er í nágrenni við Kurfuerstendamm sem er stærsta verslunargata Berlínar.mynd/gettyEinn af stærstu jólamörkuðum BerlínarAðspurður um hvort götur borgarinnar séu tómlegar segist Martin ekki geta svarað enda hefur hann haldið sig heima samkvæmt ráðleggingum yfirvalda. Hann keyrði hins vegar fram hjá markaðnum á leið sinni úr vinnunni í dag og rölti þarna í gegn ásamt fjölskyldu sinni á laugardaginn var. Að sögn Martins er markaðurinn á Breitscheidplatz-torgi á meðal stærstu jólamarkaða í Berlín. Markaðurinn er steinsnar frá Kurfuerstendamm, stærstu verslunargötu borgarinnar.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Björgunarstarfi er lokið í Berlín Níu manns létust í árásinni og 45 voru fluttir á sjúkrahús. 19. desember 2016 19:43