Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:34 Magnús Skarphéðinsson sagðist oft hafa grínast í piltinum og að um gamnislag hefði verið að ræða. Vísir/GVA Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér. Sundlaugar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér.
Sundlaugar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent