Dæmdur fyrir kynferðisbrot í heitu pottunum í Laugardalslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:34 Magnús Skarphéðinsson sagðist oft hafa grínast í piltinum og að um gamnislag hefði verið að ræða. Vísir/GVA Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér. Sundlaugar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Magnús Skarphéðinsson, formaður Sálarrannsóknarfélags Reykjavíkur og formaður félags áhugafólks um fljúgandi furðuhluti, hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gagnvart sautján ára piltum í heitu pottunum í Laugardalslauginni í desember fyrir tveimur árum. Magnús þarf að greiða piltinum 600 þúsund krónur í skaðabætur og jafnaldra hans, sem var með í för, 400 þúsund krónur. Pilturinn var fastagestur í Laugardalslaug líkt og Magnús og könnuðust þeir vel hvor við annan. Umrætt kvöld ræddu þeir saman í pottinum og sagðist Magnús meðal annars ætla að taka í rassgatið á þeim. Í framhaldinu togaði Magnús í buxnastrenginn á sundbuxum piltsins en sagði að um gamnislag hefði verið að ræða hjá þeim.Upptaka úr pottinum Upplifun piltsins var sú að Magnús hefði sýnt sér kynferðislega áreitni og upptaka úr eftirlitsmyndavél Laugardalslaugar sýndi, að því er segir í dómnum, að pilturinn hefði virst hræddur við Magnús. Þá benti ekkert til þess að Magnús hefði runnið til í pottinum og því gripið óvart í buxnastreng piltsins við kynfærasvæði, eins og Magnús bar fyrir sig. Pilturinn hringdi á lögreglu rétt eftir atvikið í Laugardalslaug og var tekin skýrsla af honum og Magnúsi sama kvöld. Magnús sagði alltaf hafa verið kýting á milli þeirra í pottinum og talið farið að snúast í auknum mæli að kynferðislegum málum, í gríni þó, eftir að hann greindi piltinum frá kynhneigð sinni á sínum. Í dómnum kom fram að pilturinn hefði haft sig mikið í frammi í pottinum og meðal annars beðið eldra fólk um pening. Svo sagði Magnús, sem sagðist hafa gefið honum þúsund krónur oftar en einu sinni. Tvö vitni, fastagestir í heitu pottunum sömuleiðis, staðfestu gegn neitun piltsins að pilturinn hefði beðið um pening í pottinum.Ekki brot á barnaverndarlögum Í niðurstöðu dómsins segir að Magnús hafi enga skynsamlega skýringu gefið á af hverju hann greip í sundbuxur piltsins að framan fyrir miðju enda ekki að sjá að hann hefði misst jafnvægi. Þá hafi ummælin um að hann ætti að taka piltana í rassgatið verið óeðlileg og ekki hægt að setja þau í samhengi við meintan meting piltanna við Magnús. Sömuleiðis hefði ekki verið tilefni til að slást við piltinn. Að framansögðu var framburður piltanna metinn trúverðugur, til grundvallar niðurstöðu og talið sannað að Magnús hafi viðhaft kynferðislegt tal við brotaþolana með ummælunum um að taka þá í rassgatið. Þá hafi hann áreitt annan piltinn með því að toga í buxnastrenginn að framanverðu. Magnús var þó ekki dæmdur fyrir brot á barnaverndarlögum, sem hann var einnig ákærður fyrir, þar sem ekki taldist sannað að Magnús hafi verið meðvitaður um nákvæman aldur piltanna.Dóminn í heild má lesa hér.
Sundlaugar Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira