Félögin í efstu deild vilja ítarlegt uppgjör á EM-peningunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2016 16:15 Íslendingar unnu frækinn 2-1 sigur á Austurríki á Stade de France í sumar. Leikurinn var stórskemmtilegur og hádramatískur. Vísir/Vilhelm Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er. EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira
Íslenskur Toppfótbolti, hagsmunasamtök félaganna í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, hafa óskað eftir því við Knattspyrnusamband Íslands að fá ítarlegt uppgjör á tekjum og útgjöldum vegna Evrópumóts karla í knattspyrnu sem fram fór í Frakklandi í sumar. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segir í samtali við Vísi að óskað hafi verið eftir uppgjörinu og forsvarsmenn KSÍ spurðir út í það hvers vegna það hafi ekki verið birt. Þau svör hafi fengist að unnið væri í því að gera upp Evrópumótið í desember. Hefðu strákarnir okkar farið alla leið á EM hefðu tekjurnar orðið tæplega 3,6 milljarður íslenskra króna miðað við gengi evrunnar í sumar.Vísir 1,9 milljarður króna inn Fyrir liggur að KSÍ fékk um 1,9 milljarð króna frá Evrópska knattspyrnusambandinu vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins í undankeppni og lokakeppni EM. KSÍ fékk 1,1 milljarð króna fyrir að komast á EM og við bættust um 830 milljónir vegna árangursins í Frakklandi. Á ársþingi KSÍ í fyrra kom fram að 300 milljónir króna af EM-peningunum myndu fara til aðildarfélaganna. Í ágúst var svo tilkynnt að upphæðin yrði 453 milljónir vegna aukinna tekna vegna góðs árangurs liðsins í Frakklandi. Eftir standa því um 1450 milljónir króna. Ljóst er að hluti þeirrar upphæðar fer til leikmanna og þjálfara í bónusgreiðslur auk kostnaðar við dvöl og ferðalög landsliðshópsins í Frakklandi í aðdraganda EM og vikurnar á meðan mótinu stóð. Borghildur Sigurðardóttir, formaður ÍTF og knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bónusgreiðslur mega vera í einum pakka „Þetta þarf að vera miklu sundurliðaðra en tekjur og gjöld,“ segir Borghildur aðspurð um hvernig uppgjör ÍTF vilji sjá frá KSÍ. „Greiðslur til þjálfara og leikmanna mega vera í einni tölu þó svo allir viti hvað þeir hafa verið að fá,“ segir Borghildur en mikilvægt sé að sundurliðun á öðrum kostnaði sé skýr. „Það hefur gengið fjöllunum hærra að hinum og þessum hafi verið boðið út. Við bendum á að því gagnsærra sem uppgjörið er því minni verður tortryggnin,“ segir Borghildur. Hún á von á uppgjörinu á allra næstu dögum. „Það eina sem okkar var sagt, þegar við gengum á eftir því, var að uppgjörið yrði tilbúið í desember,“ segir Borghildur. Hún hefði vonast eftir því að uppgjörið yrði lagt fyrir stjórnarfund sem fram fór um mánaðarmótin nóvember/desember. Fundargerðin vegna þess stjórnarfundar hafi hins vegar ekki verið birt á heimasíðu KSÍ enn sem komið er.
EM 2016 í Frakklandi KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Sjá meira