Hræðsla hefur áhrif á sölutölur í París Ritstjórn skrifar 19. desember 2016 15:30 Verslanir, þá sérstaklega þær sem selja lúxusvarning, hafa átt erfitt uppdráttar í París síðastliðið árið vegna aukinnar glæpatíðni og mikillar hryðjuverkaógnar. Í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í París í nóvember í fyrra og í Nice í sumar hefur fólk síður farið til Parísar að versla. Samkvæmt Business of Fashion hafa borgirnar London og Mílanó grætt mikið á þessari þróun. Um 15% minna af túristum komu frá Kína heldur en á sama tíma í fyrra. Kinverjar eyða hvað mestu í lúxusvörur af öllum ferðamönnum. Það er erfitt að sporna við þessari þróun en það er ljóst að frönsku merkin þurfa að grípa til ráða til þess að laða viðskiptavini aftur til Parísar, sem er talin ein mikilvægasta tískuhöfuðborg í heimi. Mest lesið Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Föstudagslag Glamour Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Fékk Ferrari í fæðingargjöf Glamour Best klæddu mennirnir á VMA hátíðinni Glamour
Verslanir, þá sérstaklega þær sem selja lúxusvarning, hafa átt erfitt uppdráttar í París síðastliðið árið vegna aukinnar glæpatíðni og mikillar hryðjuverkaógnar. Í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í París í nóvember í fyrra og í Nice í sumar hefur fólk síður farið til Parísar að versla. Samkvæmt Business of Fashion hafa borgirnar London og Mílanó grætt mikið á þessari þróun. Um 15% minna af túristum komu frá Kína heldur en á sama tíma í fyrra. Kinverjar eyða hvað mestu í lúxusvörur af öllum ferðamönnum. Það er erfitt að sporna við þessari þróun en það er ljóst að frönsku merkin þurfa að grípa til ráða til þess að laða viðskiptavini aftur til Parísar, sem er talin ein mikilvægasta tískuhöfuðborg í heimi.
Mest lesið Idris Elba og Jourdan Dunn sögð vera að stinga saman nefjum Glamour Fagurkerar fjölmenntu í opnun Geysir Heima Glamour Föstudagslag Glamour Glamour Frábærar hugmyndir að konudagsgjöfum Glamour Grammy 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Crocs skór á tískupallinn Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour H&M byrjar með unisex línu Glamour Fékk Ferrari í fæðingargjöf Glamour Best klæddu mennirnir á VMA hátíðinni Glamour