Föst jólahefð í lífi margra að hlýða á barokkið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. desember 2016 13:45 Jólatónleikarnir eru þeir mannfrekustu á árinu hjá Kammersveitinni. Hér er hópurinn á æfingu. Vísir/Stefán Sveitin fylgir því sem lagt hefur verið upp með alla tíð, að flytja hátíðlega barokktónlist og ekkert annað,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, talandi um jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, sunnudag, klukkan 17.15 í Norðurljósasal Hörpu. Hún segir það fasta jólahefð í lífi margra að fara á þessa árlegu tónleika og nú verði sú nýbreytni að söngvari komi fram með sveitinni, enginn annar en Kristinn Sigmundsson. Kammersveitin stendur á tímamótum því Rut Ingólfsdóttir sem stofnaði hana fyrir 40 árum er hætt. „Nú erum við nokkur saman sem rekum sveitina af ástríðu. Erum atvinnumenn en þetta er samt hugsjónastarf því okkur finnst nauðsynlegt að hafa eina svona kammersveit í samfélaginu. Það er líka stór hópur sem vill hafa hana áfram en það er ekki alveg sjálfgefið mál á okkar tímum.“ Áshildur segir jólatónleikana mannfrekustu tónleika ársins. „En þetta gengur vel hjá okkur. Það er góð stemning í hópnum og mér líst mjög vel á samstarfið við Kristin Sigmunds og Jory Vinikour, einn af fremstu semballeikurum heims, sem mun stjórna tónleikunum, auk þess að flytja sembalkonsert C.P.E. Bachs.“ Áshildur kveðst hafa kynnst Jory Vinikour fyrst þegar hún var í Bandaríkjunum í námi, þá hafi þau spilað saman, síðar hafi þau rekist hvort á annað í Parísarkonservatoríinu. Hann hafi líka unnið með Kristni í Parísaróperunni og það sé sérstakt ánægjuefni að fá þessa tvo frábæru listamenn til samstarfs við Kammersveitina nú. Spurð hvort ekki þurfi að skipuleggja svona gigg með margra mánaða fyrirvara svarar Áshildur: „Jú, því frægari sem listamenn eru, því meiri fyrirvari.“ Áshildur byrjaði að spila með Kammersveitinni sem einleikari þegar hún var nýbúin í námi og kveðst nú hafa verið viðloðandi hana í tíu ár. Hún segir áheyrendur á tónleikum sveitarinnar jafnan vera á öllum aldri. „Stærsti áheyrendahópur klassískrar tónlistar er samt miðaldra og upp úr,“ segir hún. „En það koma alltaf nýir miðaldra svo ég hef engar áhyggjur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016. Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sveitin fylgir því sem lagt hefur verið upp með alla tíð, að flytja hátíðlega barokktónlist og ekkert annað,“ segir Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, talandi um jólatónleika Kammersveitar Reykjavíkur á morgun, sunnudag, klukkan 17.15 í Norðurljósasal Hörpu. Hún segir það fasta jólahefð í lífi margra að fara á þessa árlegu tónleika og nú verði sú nýbreytni að söngvari komi fram með sveitinni, enginn annar en Kristinn Sigmundsson. Kammersveitin stendur á tímamótum því Rut Ingólfsdóttir sem stofnaði hana fyrir 40 árum er hætt. „Nú erum við nokkur saman sem rekum sveitina af ástríðu. Erum atvinnumenn en þetta er samt hugsjónastarf því okkur finnst nauðsynlegt að hafa eina svona kammersveit í samfélaginu. Það er líka stór hópur sem vill hafa hana áfram en það er ekki alveg sjálfgefið mál á okkar tímum.“ Áshildur segir jólatónleikana mannfrekustu tónleika ársins. „En þetta gengur vel hjá okkur. Það er góð stemning í hópnum og mér líst mjög vel á samstarfið við Kristin Sigmunds og Jory Vinikour, einn af fremstu semballeikurum heims, sem mun stjórna tónleikunum, auk þess að flytja sembalkonsert C.P.E. Bachs.“ Áshildur kveðst hafa kynnst Jory Vinikour fyrst þegar hún var í Bandaríkjunum í námi, þá hafi þau spilað saman, síðar hafi þau rekist hvort á annað í Parísarkonservatoríinu. Hann hafi líka unnið með Kristni í Parísaróperunni og það sé sérstakt ánægjuefni að fá þessa tvo frábæru listamenn til samstarfs við Kammersveitina nú. Spurð hvort ekki þurfi að skipuleggja svona gigg með margra mánaða fyrirvara svarar Áshildur: „Jú, því frægari sem listamenn eru, því meiri fyrirvari.“ Áshildur byrjaði að spila með Kammersveitinni sem einleikari þegar hún var nýbúin í námi og kveðst nú hafa verið viðloðandi hana í tíu ár. Hún segir áheyrendur á tónleikum sveitarinnar jafnan vera á öllum aldri. „Stærsti áheyrendahópur klassískrar tónlistar er samt miðaldra og upp úr,“ segir hún. „En það koma alltaf nýir miðaldra svo ég hef engar áhyggjur.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. desember 2016.
Menning Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira