Komnar frá Amsterdam með tónlist í farteskinu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2016 09:30 Helena Basilova og Guja Sandholt á æfingu í Fríkirkjunni. Þær ætla að koma þar fram annað kvöld. Vísir/GVA „Við erum ekki með alveg hefðbundið aðventuprógramm því þar er ekki einvörðungu íslensk og erlend jólatónlist heldur ætlum við að flytja líka hátíðlegan ljóðaflokk eftir Richard Wagner,“ segir Guja Sandholt mezzó-sópran spurð út í tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni annað kvöld, ásamt hinni hollensk/rússnesku Helenu Basilova píanista. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Guja segir ljóðaflokkinn þá tónlist sem oftast heyrist eftir Wagner fyrir utan óperurnar. „Þetta eru fimm mjög fræg ljóð með fallegu og heimspekilegu þema, það fyrsta er um engil og það síðasta um drauma. Þau eru öll skrifuð af Mathilde Wisenbock og tónsett af Wagner en þau tvö voru víst mjög náin en ekki gift. Reynir Axelsson er búinn að þýða ljóðin svo það verður ekkert mál að skilja þau.“ Guja og Helena eru báðar búsettar í Amsterdam í Hollandi og þar vinna þær stundum saman. Guja kveðst hafa búið í tíu ár ytra, þar af sex í Amsterdam en áður í Salzburg og London. Nú er hún sjálfstætt starfandi söngkona og hefur nóg að gera. „En ég er alltaf að horfa heim og langar að verða virkari hér, þessir tónleikar eru liður í því,“ segir hún. „Mér fannst líka stórkostlegt að fá Helenu til að koma hingað sérstaklega til að spila með mér. Hún hefur komið fram víða um heim á sínum ferli og er einn af athyglisverðustu píanistum sinnar kynslóðar í Hollandi. Hún verður bara í fjóra daga á Íslandi en ég ætla að dvelja fram yfir hátíðarnar.“ Tveir ungir söngvarar sem eru í námi í Listaháskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík ætla að koma fram með Guju að syngja með henni einn dúett hvor. Það eru Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Bæði eru þau í sönghópnum Fjárlaganefnd sem hefur vakið athygli að undanförnu. „Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Guja. „Mér finnst æðislegt að fá að syngja hér heima. Við ætlum að lýsa upp kirkjuna með kertaljósum og skapa hátíðlega stemningu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016 Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við erum ekki með alveg hefðbundið aðventuprógramm því þar er ekki einvörðungu íslensk og erlend jólatónlist heldur ætlum við að flytja líka hátíðlegan ljóðaflokk eftir Richard Wagner,“ segir Guja Sandholt mezzó-sópran spurð út í tónleika sem hún heldur í Fríkirkjunni annað kvöld, ásamt hinni hollensk/rússnesku Helenu Basilova píanista. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Guja segir ljóðaflokkinn þá tónlist sem oftast heyrist eftir Wagner fyrir utan óperurnar. „Þetta eru fimm mjög fræg ljóð með fallegu og heimspekilegu þema, það fyrsta er um engil og það síðasta um drauma. Þau eru öll skrifuð af Mathilde Wisenbock og tónsett af Wagner en þau tvö voru víst mjög náin en ekki gift. Reynir Axelsson er búinn að þýða ljóðin svo það verður ekkert mál að skilja þau.“ Guja og Helena eru báðar búsettar í Amsterdam í Hollandi og þar vinna þær stundum saman. Guja kveðst hafa búið í tíu ár ytra, þar af sex í Amsterdam en áður í Salzburg og London. Nú er hún sjálfstætt starfandi söngkona og hefur nóg að gera. „En ég er alltaf að horfa heim og langar að verða virkari hér, þessir tónleikar eru liður í því,“ segir hún. „Mér fannst líka stórkostlegt að fá Helenu til að koma hingað sérstaklega til að spila með mér. Hún hefur komið fram víða um heim á sínum ferli og er einn af athyglisverðustu píanistum sinnar kynslóðar í Hollandi. Hún verður bara í fjóra daga á Íslandi en ég ætla að dvelja fram yfir hátíðarnar.“ Tveir ungir söngvarar sem eru í námi í Listaháskólanum og Tónlistarskólanum í Reykjavík ætla að koma fram með Guju að syngja með henni einn dúett hvor. Það eru Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur Auður Helgason. Bæði eru þau í sönghópnum Fjárlaganefnd sem hefur vakið athygli að undanförnu. „Ég hlakka mikið til tónleikanna,“ segir Guja. „Mér finnst æðislegt að fá að syngja hér heima. Við ætlum að lýsa upp kirkjuna með kertaljósum og skapa hátíðlega stemningu.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 16. desember 2016
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira