Rafbíllinn Lucid EV er með 650 km drægi Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2016 10:13 Rafbílaframleiðandinn Lucid Motors frá Arizona í Bandaríkjunum hefur kynnt Lucid EV bíl sinn og er hann með eina mestu drægni sem um getur í rafmagnsbíl, eða 650 kílómetra. Þessi bíll er ekki bara með mikla drægni, heldur er ógnarfallegur og hlaðinn lúxus, enda kostar hann skildinginn. Verðið er frá 65.000 til 100.000 dollurum, eða 7 til 11 milljónir, eftir útfærslu. Lucid EV er örlítið minni en Mercedes S-Class og BMW 7-línan, en innanrými hans er ámóta stórt. Velja má milli 100 kílówatta og 130 kílówatta rafhlaða í bílinn og með þeim stærri er bíllinn 1.000 hestöfl og aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Hann er að auki með fullkomnum sjálfakandi búnaði, þó svo lög í flestum löndum leyfi ekki slíkan akstur. Lucid EV verður kynntur almenningi á næsta ári en fjöldaframleiðsla hans hefst síðan árið 2018. Víst er að þessi bíll mun veita Tesla Model S mikla samkeppni. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Rafbílaframleiðandinn Lucid Motors frá Arizona í Bandaríkjunum hefur kynnt Lucid EV bíl sinn og er hann með eina mestu drægni sem um getur í rafmagnsbíl, eða 650 kílómetra. Þessi bíll er ekki bara með mikla drægni, heldur er ógnarfallegur og hlaðinn lúxus, enda kostar hann skildinginn. Verðið er frá 65.000 til 100.000 dollurum, eða 7 til 11 milljónir, eftir útfærslu. Lucid EV er örlítið minni en Mercedes S-Class og BMW 7-línan, en innanrými hans er ámóta stórt. Velja má milli 100 kílówatta og 130 kílówatta rafhlaða í bílinn og með þeim stærri er bíllinn 1.000 hestöfl og aðeins 2,5 sekúndur í hundraðið. Hann er að auki með fullkomnum sjálfakandi búnaði, þó svo lög í flestum löndum leyfi ekki slíkan akstur. Lucid EV verður kynntur almenningi á næsta ári en fjöldaframleiðsla hans hefst síðan árið 2018. Víst er að þessi bíll mun veita Tesla Model S mikla samkeppni.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent