Stefán Karl gjafmildur eftir að hafa orðið óvænt internet-stjarna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2016 14:00 Donald Trump í gervi Stefáns Karls. Vísir Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið Donald Trump Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Leikarinn góðkunni Stefán Karl Stefánsson er orðinn að óvæntri internet-stjörnu en milljónir hafa horft á svokölluðuð meme honum til heiðurs. Rúmlega tíu milljónir hafa safnast í netsöfnun til stuðnings baráttu Stefáns Karls við krabbamein og í þakklætisskyni hafa Stefán Karl og vinir hans hjá Latabæ auðveldað grínurum að útbúa ný meme. Í stuttu máli er internet-meme athæfi, hugmynd, frasi eða einhvers konar mynd, texti, myndband sem dreifist um internetið og líkt er eftir og sett í alls kyns útgáfur hér og þar. Góð dæmi um þekkt meme sem náðu meðal annars dreifingu hér á landi eru að planka og Harlem Shake. Í dæmi Stefáns Karls er um að ræða lag úr Latabæ sem nefnist We Are Number One. Fyrir rétt rúmum mánuði síðan var þessi útgáfu af laginu sem sjá má hér að neðan sett á YouTube. Frá 1. nóvember til dagsins í dag hafa rétt um ein og hálf milljón manna horft á myndbandið.Við þetta virðist allt hafa sprungið og fjölmörg myndbönd í svipuðum dúr sprottið upp sem mörg hver hafa yfir milljón áhorf. Ber þar helst að nefna sérstaka Donald Trump útgáfu sem sjá má hér að neðan, Adolf Hitler útgáfu sem sjá má hér og svona mætti lengi telja áfram. Flest þessara myndbanda hafa það sameiginlegt að með þeim fylgir tengill á netsöfnun sem safnar pening til styrktar Stefáni Karli og baráttu hans við krabbamein sem hann var greindur með í haust. Hingað til hafa safnast 92 þúsund dollarar, um tíu milljónir króna. Óhætt er að segja að blússandi gangur sé í söfnuninni en fyrir um þremur vikum var búið að safna fimm milljónum.Ljóst er að stuðningur þeirra sem búið hafa til þessi myndbönd hefur skipt sköpum. Margir þeirra sem gefið hafa fé í söfnunina segjast hafa fundið hana vegna myndbandana.Í þakklætisskyni var Stefán Karl með beina útsendingu á sunnudaginn þar sem hann gaf aðdáendum sína óvæntar gjafir. „Halló, meme-heimur. Ástæðan fyrir því að við erum samankomin hér í dag er vegna ykkar og hversu vinsælt þetta lag hefur orðið,“ sagði Stefán Karl er hann ávarpaði áhorfendur í upphafi útsendingarinnar. „Okkur finnst frábært hversu vinsælt lagið er orðið og hversu skapandi þið eruð. Ég elska þau öll.“ Stefán Karl ræddi meðal annars við Mána Svavarsson, höfund upphaflega lagsins. Í samræðum þeirra kom fram að Máni hafi fengið óteljandi beiðnir um að veita aðgang að hljóðskrám lagsins til þess auðvelda fólki að útbúa þessi myndbönd. Tilkynntu þeir félagar að þeir myndu fljótlega setja hljóðskrárnar á netið svo hver sem er gæti notast við þær. Stefán Karl ræddi einnig við félaga sína úr Latabæ, þá Björn Thors, Berg Þór Ingólfsson og Snorra Engilbertsson en þeir voru einmitt með Stefáni Karli í myndbandinu fræga. Til þess að setja punktinn yfir i-ið fluttu þeir lagið í beinni útsendingu líkt og sjá má hér að neðan.Hér að neðan má sjá nokkrar af bestu útgáfunum auk þess sem að lærða umræðu um þetta tiltekna meme-má nálgast á Reddit.Upprunalega myndbandið
Donald Trump Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Græjaðu gjafalistann á góðum prís Lífið samstarf Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Menning Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira