Sameinuðu þjóðirnar staðfesta fjöldamorð í Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2016 10:40 Látinn uppreisnarmaður á götum Aleppo. Vísir/AFP Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að fjöldamorð hafi átt sér stað í Aleppo í Sýrlandi. Þeir segja minnst 82 almenna borgara hafa verið tekna af lífi í gær og í nótt. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólkið hafa verið myrt í minnst fjórum hverfum borgarinnar. Á meðal hinna myrtu eru ellefu konur og þrettán börn. Sjálfboðaliðar sem veita stjórnarhernum stuðning eru sagðir meðal annars hafa farið inn á heimili fólks og myrt það. Þá hafa gífurlegar loftárásir og stórskotaliðsárásir verið gerðar á borgina. Í gærkvöldi sögðu „Hvítu hjálmarnir“ svokölluðu að minnst 90 manns væru föst í rústum húsa í borginni. Ekki væri hægt að komast til þeirra, en björgunarmenn heyrðu í fólki í rústunum. Talsmaður Mannréttindastofnunarinnar segir fregnir einnig hafa borist af því að fjöldi líka liggi á götum Aleppo. Íbúar þori ekki að sækja þau vegna loftárása og af ótta við að verða skotin til bana. Borginni hefur í raun verið skipt upp í tvo hluta í fjögur ár. Stjórnarherinn hefur stjórnað vesturhluta hennar og uppreisnarmenn austurhlutanum. Stjórnarhernum tókst þó að brjótast í gegnum víglínurnar með hjálp sjálfboðaliða frá Íran og öðrum löndum og loftárásum Rússa. Uppreisnin í Aleppo virðist nú vera komin að endalokum en talið er að enn haldi um hundrað þúsund manns til á því litla svæði sem uppreisnarmenn stjórna enn. Bæði Sameinuðu þjóðirnar og Rauði krossinn hafa biðlað til stjórnvalda Sýrlands og Rússa til að binda enda á loftárásirnar í borginni og gefa borgurum möguleika á því að yfirgefa svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30 Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19 Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Fjöldamorð sögð eiga sér stað í Aleppo Ban Ki-moon biðlar til stjórnarhers Sýrlands og bandamanna þeirra að vernda almenna borgara. 13. desember 2016 01:30
Uppreisnarmenn kalla eftir vopnahléi í Aleppo Uppreisnarmenn hafa kallað eftir vopnahléi í Aleppo til að gefa saklausum borgurum færi á að flýja. 7. desember 2016 18:19
Uppreisnarmenn nánast að falli komnir í borginni Aleppo Stjórnarherinn í Sýrlandi hefur náð gamla bæjarhlutanum í Aleppo úr höndum uppreisnarmanna. Megnið af borginni allri er nú á valdi stjórnarhersins. Tvær og hálf milljón manna bjó í borginni þegar átök hófust. 8. desember 2016 07:00