The Grand Tour slær met í ólöglegu niðurhali Finnur Thorlacius skrifar 13. desember 2016 09:43 Ólöglegt niðurhal á þáttunum The Grand Tour er nú komið uppí 18,9 milljón skipti. Engri þáttaröð hefur verið hlaðið niður oftar ólöglega en hinni nýju þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með þremmenningunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Fyrra metið átti þáttaröð Game of Thrones og House of Cards þar á eftir. Fyrsta þætti The Grand Tour var ólöglega hlaðið niður af 7,9 milljón manns, öðrum þætti 6,4 milljón sinnum og þriðja þætti 4,6 milljón sinnum. Samtals eru þetta 18,9 milljón niðurhöl. En hvað skildi þetta ólöglega niðurhal kosta Amazon Prime, sem framleiðir þáttaröðina The Grand Tour? Amazon Prime hefur til dæmis tapað 450 milljónum króna eingöngu á ólöglegu niðurhali í Bretlandi af The Grand Tour, en þar í landi hafa 13,7% af öllu ólöglegu niðurhali á þáttaröðinni átt sér stað. Ef það er uppreiknað í heildarniðurhalinu í öllum heiminum hefur það kostað Amazon Prime 3,5 milljarða króna og munar um minna til að standa undir dýrri framleiðslu á þáttunum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Engri þáttaröð hefur verið hlaðið niður oftar ólöglega en hinni nýju þáttaröð bílaþáttarins The Grand Tour með þremmenningunum Jeremy Clarkson, Richard Hammond og James May. Fyrra metið átti þáttaröð Game of Thrones og House of Cards þar á eftir. Fyrsta þætti The Grand Tour var ólöglega hlaðið niður af 7,9 milljón manns, öðrum þætti 6,4 milljón sinnum og þriðja þætti 4,6 milljón sinnum. Samtals eru þetta 18,9 milljón niðurhöl. En hvað skildi þetta ólöglega niðurhal kosta Amazon Prime, sem framleiðir þáttaröðina The Grand Tour? Amazon Prime hefur til dæmis tapað 450 milljónum króna eingöngu á ólöglegu niðurhali í Bretlandi af The Grand Tour, en þar í landi hafa 13,7% af öllu ólöglegu niðurhali á þáttaröðinni átt sér stað. Ef það er uppreiknað í heildarniðurhalinu í öllum heiminum hefur það kostað Amazon Prime 3,5 milljarða króna og munar um minna til að standa undir dýrri framleiðslu á þáttunum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent