Innlent

Segja fyrirheit um lækkun tryggingagjalds svikin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri SA.
Hannes Sigurðsson, framkvæmdastjóri SA.
Samtök atvinnulífsins segja skorta efndir á loforðum um lækkun tryggingagjalds í band­ormsfrumvarpinu svokallaða, eða frumvarpi til laga um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarpsins.

Segja samtökin að í samkomulagi sem gert var í tengslum við kjarasamninga á almennum markaði í byrjun þessa árs hafi verið samið um lækkun tryggingagjalds um 0,5 prósent á þessu ári og 0,5 prósent á næsta ári. Einnig hafi verið handsalað samkomulag um að almenna tryggingagjaldið færi í fyrra horf, það er niður í 3,4 prósent, á árinu 2018. Lækkun vaxtabyrðar ríkissjóðs samhliða lækkun ríkisskulda skapi svigrúm til lækkunar gjaldsins.

„SA skora á efnahags- og viðskiptanefnd að efna samkomulag stjórnvalda og SA þannig að lækkun almenna tryggingagjaldsins um 0,5% á árinu 2017 verði hluti af lögum um ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017,“ segir í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×