Finnar vilja risarafhlöðuverksmiðju Tesla Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2016 10:58 Risarafhlöðuverksmiðja Tesla í Reno. Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa. Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent
Tesla er nú að reisa risarafhlöðuverksmiðju í Reno í Nevada ríki Bandaríkjanna en hefur einnig hug á því að reisa aðra slíka í Evrópu. Í Finnlandi er mikill áhugi á því að slík verksmiðja rísi í Vaasa, en þar í nágrenninu er að finna stærstu lithium námu í Evrópu, nánar tiltekið í Kaustinen. Því telja Finnar að eðlilegast sé að reisa verksmiðjuna þar. Í verksmiðjunni í Reno munu starfa um 6.000 manns þegar hún er komin til fullra afkasta og slíkur fjöldi nýrra starfa freitar eðlilega Finna. Finnar vinna nú að því að með flestum ráðum að sannfæra Tesla um þessa staðsetningu og hefur fengið til þess verkfræðinga, sérfræðinga í flutningastarfsemi og verkefnastjóra málinu til stuðnings. Tesla hefur uppí áform um að framleiða allt að 500.000 bíla árið 2018 og vill opna verksmiðju í Evrópu, auk risarafhlöðuverksmiðju. Búist er við því að Tesla muni tilkynna hvar slíkar verksmiðjur rísi í Evrópu á fyrri helmingi næsta árs og því er tími Finna naumur til að sannfæra Elon Musk forstjóra Tesla og aðra stjórnendur fyrirtæksins um ágæta staðsetningarinnar í Vaasa.
Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent