Borgin hefur sparað 170 milljónir vegna veðurblíðunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2016 20:00 Þetta eru myndir teknar í Skipholti í desember í fyrra og nú í síðustu viku. Munurinn er gríðarlegur. Vísir/Ernir/Anton Brink Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar. Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar.
Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sjá meira
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25