Sport

Strákarnir settu annað landsmet á jafn mörgum dögum | Jóhanna Gerða komst ekki í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlasveitin setti nýtt landsmet í 4x50 metra fjórsundi á HM í 25 metra laug í Windsor í Kanada í dag.

Þetta er annað metið sem karlasveitin setur á HM en í gær settu strákarnir landsmet í 4x50 metra skriðsundi.

Íslenska sveitin synti á 1:38,66 mínútum í dag og lenti í 11. sæti. Til þess að komast í úrslitariðil þurfti að synda undir 1:35,02 mínútum.

Íslensku sveitina skipa Kristinn Þórarinsson (baksund), Viktor Máni Vilbergsson (bringusund), Davíð Hildiberg Aðalsteinsson (flugsund) og Aron Örn Stefánsson (skriðsund).

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, úr Ægi, komst ekki í úrslit í 200 metra fjórsundi.

Jóhanna synti á 2:15,78 mínútum og lenti í 24. sæti. Synda þurfti á 2:08,84 mínútum til að komast í úrslit.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×