Hlýindin hafa áhrif á síldina Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2016 07:15 Sjómenn þurftu mikið að hafa fyrir því að veiða síldarkvóta sína. vísir/Vilhelm Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira