Selur Fiat Chrysler bæði Alfa Romeo og Maserati? Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 15:11 Alfa Romeo Stelvio jepplingurinn er einn af nýjum bílum Alfa. Fiat Chrysler Automobiles glímir við mikla skuldir sem nema hátt í 800 milljörðum króna. Til að lækka þessar skuldir hugleiðir Fiat Chrysler nú að selja tvö af bílamerkjum sínum, þ.e. Alfa Romeo og Maserati. Rekstur Fiat Chrysler hefur gengið þokkalega á síðustu misserum, en þó er hagnaður fyrirtækisins ekki mikill og dugar skammt til að grynnka á miklum skuldum þess. Fiat Chrysler glímir nú einnig við kostnaðarsamar innkallanir á 1,4 milljónum bíla sinna vegna galla í öryggispúðum, sem og hugsanlegar sektir frá National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA) í Bandaríkjunum útaf Dodge Durango og RAM 1500 bílunum sem þykja velta of auðveldlega. Lengi hefur verið uppi orðrómur um sölu Fiat á Alfa Romeo bílamerkinu og fyrir um 6 árum sýndi Volkswagen bílasamstæðan áhuga á merkinu og ætlaði að setja vélar frá Porsche í nýja Alfa Romeo bíla. Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, ákvað hinsvegar á þessum tíma að halda Alfa Romeo merkinu, en nú gæti það hafa breyst og enn er Marchionne forstjóri Fiat Chrysler. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent
Fiat Chrysler Automobiles glímir við mikla skuldir sem nema hátt í 800 milljörðum króna. Til að lækka þessar skuldir hugleiðir Fiat Chrysler nú að selja tvö af bílamerkjum sínum, þ.e. Alfa Romeo og Maserati. Rekstur Fiat Chrysler hefur gengið þokkalega á síðustu misserum, en þó er hagnaður fyrirtækisins ekki mikill og dugar skammt til að grynnka á miklum skuldum þess. Fiat Chrysler glímir nú einnig við kostnaðarsamar innkallanir á 1,4 milljónum bíla sinna vegna galla í öryggispúðum, sem og hugsanlegar sektir frá National Highway Traffic Safety Administration (NHTSA) í Bandaríkjunum útaf Dodge Durango og RAM 1500 bílunum sem þykja velta of auðveldlega. Lengi hefur verið uppi orðrómur um sölu Fiat á Alfa Romeo bílamerkinu og fyrir um 6 árum sýndi Volkswagen bílasamstæðan áhuga á merkinu og ætlaði að setja vélar frá Porsche í nýja Alfa Romeo bíla. Sergio Marchionne, forstjóri Fiat Chrysler, ákvað hinsvegar á þessum tíma að halda Alfa Romeo merkinu, en nú gæti það hafa breyst og enn er Marchionne forstjóri Fiat Chrysler.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent