Bjargar tveimur börnum með ótrúlegu snarræði Finnur Thorlacius skrifar 29. desember 2016 12:50 Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent
Indónesískum manni er nú hampað sem mikilli hetju eftir einstaka björgun hans á tveimur börnum frá aðvífandi stjórnlausum bíl. Eins og köttur nær hann til barnanna sekúndubrotum áður en bíllinn ekur yfir þau. Hann tekur þau í fang sér og kastar sér síðan afturábak og engu má muna samt að bíllinn aki yfir þau öll. Þetta gerðist fyrir utan verkstæði þessa árvekna manns á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Manninum hefur eftir björgunina verið líkt við köngulóarmanninn eða Jackie Chan, en fimi hans og viðbragðsflýtir á ýmislegt sameiginlegt með þeim tveimur. Sjá má björgun hans á börnunum tveimur hér að ofan.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent