Vegaþjónusta í lágmarki yfir áramót þrátt fyrir aukna umferð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. desember 2016 07:00 Mest verður þjónustan á vegum á suðvesturhorninu í kringum höfuðborgina. vísir/gva Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Umferð á vegum á Suðurlandi yfir hátíðirnar hefur tvö- til þrefaldast á tveggja ára tímabili. Aukningu má að mestu leyti rekja til fjölgunar ferðamanna. Þrátt fyrir það verður þjónusta við vegi á þessum tíma í lágmarki. Mælingar Vegagerðarinnar sýna að þrefalt fleiri heimsóttu Gullfoss á aðfangadag og jóladag í ár en árið 2014. Umferð um Lyngdalsheiði og Reynisfjall nú var um tvöföld samanborið við sama ár. Fjölgun ferðamanna ein og sér á þessu ári er áætluð svipuð og fjöldi allra ferðamanna sem komu til Íslands árið 2011.G. Pétur Matthíasson„Það verður hefðbundin hátíðardagaþjónusta um áramótin víðast hvar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Á gamlársdag er miðað við að þjónustu ljúki klukkan 14 en standi svo á verður þjónustu sinnt rúmri klukkustund lengur. Þjónusta á nýársdag verður í lágmarki en víðast hvar er miðað við að hún hefjist klukkan 10 og verði að hámarki fimm klukkustundir. Undantekningu frá þessari meginreglu er að finna á vegum suðvesturhornsins út frá höfuðborgarsvæðinu. „Hér á landi erum við vön því að fólk sé komið heim til sín fyrir klukkan sex á aðfangadag en það gildir ekki endilega um ferðamenn,“ segir G. Pétur. Vegagerðin miðar við þær snjómokstursreglur sem hafa gilt að undanförnu og Pétur viðurkennir að mögulega sé tímabært að íhuga að endurskoða þær í takt við aukinn umferðarþunga. Markmiðið sé hins vegar alltaf að halda sig innan ramma fjárveitinga. „Síðustu tvo vetur hefur verið halli þar sem þeir hafa verið óvenju harðir. Snjór hefur fallið snemma að hausti og verið langt fram á vor. Haustið í ár hefur hjálpað okkur hingað til,“ segir G. Pétur. Annan daginn í röð var vegurinn um Holtavörðuheiði lokaður og sömu sögu var að segja af Bröttubrekku, Þröskuldum, Þverárfjalli og Steingrímsfjarðarheiði. Innanlandsflug lá niðri bróðurpart gærdagsins og Baldur og Herjólfur gátu ekki siglt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira