„Hæfilega sáttir“ með 120 milljón króna bætur vegna Húss íslenskra fræða nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 28. desember 2016 10:49 Vinningstillagan í samkeppni á hönnun Húss íslenskra fræða. mynd/arnastofnun.is Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Verktakafyrirtækið Jáverk mun fá 120 milljónir í skaðabætur frá íslenska ríkinu vegna frestunar á framkvæmdum við Hús íslenskra fræða. Í nefndaráliti fjárlaganefndar um frumvarp til fjáraukalaga kemur fram tillaga um heimild til greiðslu bótanna. RÚV greindi fyrst frá þessu. Undirbúningur vegna byggingar Húss íslenskra fræða hófst í mars 2013 þegar Katrín Jakobsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að húsinu. Byggingunni var ætlað að hýsa starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar áttu meðal annars að vera sérhannaðar geymslur fyrir skinnhandrit, lesstofur fyrir nemendur skólans, bókasafn auk fyrirlestra- og kennslusala. Framkvæmdirnar voru hins vegar settar á ís þegar ný ríkisstjórn tók við árið 2014 en hún gerði ekki ráð fyrir áframhaldandi vinnu við bygginguna í fjárlögum.Grunnurinn hefur staðið óhreyfður í þrjú og hálft ár.vísir/daníelNær yfir hluta tjónsinsGylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, segist hæfilega sáttur með skaðabæturnar. „Við erum bara nokkuð sáttir. Við hefðum þó helst viljað fá verkið og að ríkið hefði efnt samning sinn við okkur,“ segir hann. Að sögn Gylfa er tjón fyrirtækisins nokkurt og ná bæturnar aðeins til hluta þess tjóns sem Jáverk hefur orðið fyrir. Grunnurinn, sem stendur við Arngrímsgötu gegnt Landsbókasafni Íslands, hefur staðið óhreyfður síðan 2013. Ekki er gert ráð fyrir fjármögnun framkvæmdanna í fjárlögum næsta árs en þó kemur fram í fjármálaáætlun fyrir árin 2017 til 2021 að byggingu hússins skuli ljúka á því tímabili. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdirnar sé áætlaður 4,2 milljarðar króna og þar af eigi 3,7 milljarðar eftir að falla til á áætlunartímabilinu.Illa farið með opinbert féÞegar ljóst var að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að gera ráð fyrir framkvæmdum við Hús íslenskra fræða í fjárlögum fyrir árið 2014 bar Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, upp fyrirspurn varðandi kostnað vegna skaðabóta til verktaka.Sjá einnig: Vill vita kostnað við að fylla upp í grunn Húss íslenskra fræðaÍ frétt RÚV er greint frá því að Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar, viðurkenni að greiðsla bótanna af hálfu ríkisins sé ekki góð meðferð á opinberu fé.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira