Retro Stefson gáfu út plötu á jólanótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 15:30 Retro Stefson er að hætta. vísir/ernir Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Retro Stefson gaf óvænt út nýja EP-plötu í gær, jóladag, en hljómsveitin hefur ákveðið að hætta og heldur kveðjutónleika í Gamla bíói á föstudag. Platan, sem heitir Scandinavian Pain, kom út rétt eftir miðnætti á jólanótt og er bæði aðgengileg á Spotify og Soundcloud. Á plötunni eru fjögur ný lög, öll á íslensku, en Unnsteinn Manuel Stefánsson, einn meðlima Retro Stefson, segir í samtali við Vísi að sveitin stefni á að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk í vor og þá muni nokkur lög bætast við. Aðdáendur mega því eiga von á nýju efni á nýju ári frá Retro Stefson þrátt fyrir að sveitin sé að hætta en aðspurður segir Unnsteinn Manuel að það megi segja að um sé að ræða kveðjuplötu sveitarinnar. Búið er að taka upp öll lögin en þau sem eru ókomin út á eftir að mixa.Umslag nýjustu plötu Retro Stefson.„Sum lögin eru síðan fyrir þremur árum, önnur fyrir tveimur árum, það er eitt lag eftir Loga bróður minn, eitt eftir Þórð gítarleikara og Hermigervill hefur síðan verið að taka þetta allt saman og pródúserar megnið af þessu. Ég hef síðan verið að semja textana og taka upp sönginn undanfarna mánuði,“ segir Unnsteinn. Nánast er uppselt á kveðjutónleika sveitarinnar í Gamla bíói á föstudag en sveitin hefur undanfarin ár spilað á tónleikum rétt fyrir áramót. „Vanalega fyrir aðfangadag höfum við selt um 50 miða á tónleikana sem við höfum haldið á þessum tíma undanfarin ár og svo selst allt í vikunni milli jóla og nýárs en núna vorum við búin að selja 500 miða fyrir jól og yfir jólin seldust 150 miðar,“ segir Unnsteinn. Gamla bíó tekur um 750 manns svo aðeins eru um 100 miðar eftir en miðasalan fer fram á tix.is. Hlusta má á plötuna af Spotify í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira