Lars Lagerbäck: Leikurinn við England sá auðveldasti á EM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. desember 2016 11:06 Lars Lagerbäck og Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins, á hliðarlínunni í Frakklandi. Hodgson hætti með enska liðið eftir tapið gegn Íslandi. vísir/getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að leikur liðsins við Englendinga á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar hafi verið auðveldasti leikurinn á mótinu. Þetta kemur fram í viðtali við Lars í uppgjörsþætti sænska ríkissjónvarpsins, SVT, um Evrópumótið en hluti úr viðtalinu hefur verið birtur á vef SVT. Bæði Íslendingum og Englendingum er leikurinn væntanlega í fersku minni en liðin mættust í 16 liða úrslitum mótsins. Fyrir fram bjuggust flestir við sigri Englendinga enda var þarna stórþjóð í knattspyrnu að mæta liði sem var á sínu fyrsta stórmóti. Það blés svo sem ekki byrlega fyrir íslenska liðið í upphafi leiks þegar Englendingar komust yfir á 4. mínútu þegar Wayne Rooney skoraði úr vítaspyrnu. „Andskotinn, þetta var það versta sem maður gat ímyndað sér,“ segir Lars í viðtalinu við SVT. „Ég legg vanalega mikla áherslu á það við leikmenn mína hversu mikilvægt fyrsta markið í fótbolta er en andlega var það mjög mikilvægt að við jöfnuðum leikinn nánast strax.“ Ragnar Sigurðsson skoraði með skalla á 6. mínútu og á 18. mínútu skoraði Kolbeinn Sigþórsson sigurmarkið. „Þetta var frábær sókn og ótrúlegt mark og í raun mjög þýðingarmikið því við eiginlega lömuðum Englendingana, þeir voru eins og rotaðir. Ég held að þetta hafi verið auðveldasti leikurinn okkar á mótinu og ég tel að við höfum átt sigurinn skilinn. Þetta var besti leikurinn okkar á mótinu,“ segir Lars.Hluta úr viðtalinu má sjá hér með enskum texta á vef SVT.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira