NFL: Aðhlátursefni deildarinnar vann loksins leik eftir ársbið Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. desember 2016 11:00 Leikmenn Cleveland Browns voru skiljanlega í skýjunum eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Fjöldi óvæntra úrslita litu dagsins ljós í NFL-deildinni í gærkvöld en þar ber hæst að nefna fyrsta sigur Cleveland Browns í rúmlega ár. Browns hafa verið aðhlátursefni deildarinnar undanfarin ár en liðið náði að kreista fram sigur gegn San Diego Chargers á heimavelli í gær. Var þetta fyrsti sigur liðsins í rúmlega ár eða allt frá sigri á San Fransisco 49ers þann 13. desember 2015. Með því náði Browns að koma í veg fyrir að vera aðeins annað liðið í sögunni sem tapar öllum leikjum tímabilsins á eftir Detroit Lions-liðinu 2008. Atlanta Falcons lyfti sér upp í 2. sæti NFC-deildarinnar og tryggði sæti sitt í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Carolina Panthers. Carolina sem lék í Ofurskálinni í febrúar síðastliðnum féllu endanlega úr leik í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í ár. Sigur Oakland Raiders gegn Indianapolis Colts þýðir að Colts eigi ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Lykilleikmenn meiddustCarr fór meiddur af velli en hann reyndist vera með brotið bein í fæti.Vísir/gettyÞrátt fyrir sigurinn varð Oakland fyrir áfalli þegar leikstjórnandi liðsins, Derek Carr, fór meiddur af velli en hann verður ekki meira með á tímabilinu. Hann var ekki eini lykilleikmaðurinn sem fór meiddur af velli í gær en Marcus Mariota, leikstjórnandi Tennessee Titans, fór einnig meiddur af velli. Þá unnu San Fransisco 49ers og Jacksonville Jaguars sjaldséða sigra á Los Angeles Rams og Tennessee Titans en 49ers, Jaguars og Browns hafa verið lélegustu lið deildarinnar. Sextánda umferð NFL-deildarinnar heldur áfram í kvöld með leikjum Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens og Kansas City Chiefs og Denver Broncos en Stöð 2 Sport sýnir leik Pittsburg og Baltimore í kvöld.Úrslit gærkvöldsins: Buffalo Bills 31-34 Miami Dolphins Carolina Panthers 16-33 Atlanta Falcons Washington Redskins 41-21 Chicago Bears Cleveland Browns 20-17 San Diego Chargers Green Bay Packers 38-25 Minnesota Vikings Jacksonville Jaguars 38-17 Tennessee Titans New England Patriots 41-3 New York Jets Oakland Raiders 33-25 Indianapolis Colts Los Angeles Rams 21-22 San Fransisco 49ers New Orelans Saints 31-24 Tampa Bay Buccaneers Seattle Seahawks 31-34 Arizona Cardinals Houston Texans 12-10 Cincinatti Bengals
NFL Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira