Vegir enn lokaðir vegna veðurs: Stórhríð fram undir hádegi en jólakyrrð í kvöld Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. desember 2016 08:55 Vindaspáin á landinu á hádegi í dag. mynd/veðurstofan Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig. Veður Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Það má áfram búast við stórhríð á vegum norðan-og austanlands fram undir hádegi í dag, aðfangadag, meðan leifarnar af Þorláksmessulægðinni sem kom upp að landinu í gær fara yfir. Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar kemur fram að á suðaustanverðu landinu megi búast við vindhviðum allt frá 30 til 40 metrum á sekúndu, en vindaspána má sjá hér. Vegirnir um Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Vopnafjarðarheiði og Fjarðarheiði , eru enn lokaðir vegna óveðursins. Þá er ófært á Öxi og Breiðdalsheiði en nánari upplýsingar um færð á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. „Það er enn stormur á stöku stað á Suðaustur-og Austurlandi en allhvasst og hvasst víðast hvar. Þetta fer síðan hratt batnandi eftir hádegi og í kvöld verður komið alveg merkilega rólegt veður, bara jólakyrrð,“ segir Teitur Arason, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Á morgun, jóladag, er síðan von á annarri lægð sem kemur sunnan og fer austan að þannig að það verður norðlæg átt. „Þá verður sennilega misskiptara veður á milli landshluta, sums staðar verður hvasst en annars staðar verður skaplegt. Það verður hvasst norðvestan til og það kemur vestanstrengur sem sleikir syðsta part landsins. Úti fyrir öllu norðanverðu landinu verður svo norðaustan strengur og svo virðist sem hann komi meira inn á norðanvert landið annað kvöld. Það verður svo strekkings norðanátt austanlands,“ segir Teitur. Á suðvestanverðu landinu og norðaustan til ætti hins vegar að vera sæmilegasta veður.Veðurhorfur á landinu:Norðvestan 20-28 metrar á sekúndu S- og SA-til en N-læg átt, 10-18 metrar á sekúndu annars staðar. Snjókoma eða él og vægt frost en slydda eða rigning með austurströndinni og frostlaust þar fram eftir morgni. Lægir eftir hádegi. Hæg breytileg átt í kvöld og úrkomulítið, en dálítil snjómugga norðanlands og kólnar í veðri.Vaxandi norðaustanátt á morgun, 15-23 metrar á sekúndu SA-til og á Vestfjörðum um hádegi annars víða 8-15 m/s. Snjókoma eða éljagangur en slydda eða rigning með austurströndinni og úrkomulítið SA-til. Hvassari V-átt syðst annað kvöld. Hiti um og undir frostmarki.Á sunnudag (jóladagur):Norðaustan hvassviðri eða stormur um landið norðan- og austanvert. Snjókoma víðast hvar og hríðarveður til fjalla en slydda eða rigning við suðaustur- og austurströndina. Vestlæg átt, 10-18 m/s eftir hádegi sunnan- og suðvestanlands með éljum. Hiti um og undir frostmarki, en frostlaust með austurströndinni.Á mánudag (annar í jólum):Suðvestan 5-13 m/s og víða dálítil él sunnan jökla en allhvöss norðaustanátt og snjókoma fram eftir degi um landið norðanvert. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt og slydda eða snjókoma á Suður- og Vesturlandi um kvöldið, en rigning við sjávarsíðuna og hlýnar í veðri.Á þriðjudag:Sunnan hvassviðri eða stormur og rigning, talsverð eða mikil sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið en ört hlýnandi norðan til og líkur á asahláku fram á kvöld. Mun svalari suðvestanátt með éljum vestantil um kvöldið. Hiti 4 til 10 stig.
Veður Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira