Bauðst til að fremja sjálfsvígsárás Guðsteinn Bjarnason skrifar 23. desember 2016 07:00 Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira
Víðtæk leit stóð yfir í gær að Anis Amri, 24 ára gömlum Túnismanni sem talinn er hafa myrt tólf manns og sært nærri 50 í Berlín á mánudaginn, þegar hann ók 25 tonna flutningabifreið inn í mannfjöldann á jólamarkaði á Breitscheid-torgi. Faðir hans segir í viðtali við breska dagblaðið The Times að hann hafi komist í kynni við öfgamenn, sem fengu hann á sitt band, meðan hann sat í fangelsi á Ítalíu. Þýsk yfirvöld höfðu fylgst með honum vegna gruns um að hann gæti reynt að fremja hryðjuverk. Upplýsingar úr samtölum við öfgapredikara höfðu leitt í ljós að hann hafði sagst reiðubúinn til að fremja sjálfsvígsárás. Eftirlitinu með honum var hins vegar hætt vegna skorts á sönnunargögnum. Það strandaði á pappírum frá Túnis til staðfestingar á því að hann væri þaðan.Þessir pappírar bárust þýskum stjórnvöldum loks á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir árásina í Berlín. Fjölskylda hans býr í Túnis, í bænum Ouslatia, og er í áfalli vegna fréttanna. „Þegar ég sá myndina af bróður mínum í fréttum þá trúði ég ekki eigin augum,“ sagði bróðir hans í viðtali við frönsku fréttastofuna AFP. „En ef hann er sekur þá á hann alla fordæmingu skilda. Við afneitum hryðjuverkum og hryðjuverkamönnum, við höfum engin samskipti við hryðjuverkamenn.“ Systir hans segir að hann hafi aldrei gefið neitt í skyn um að eitthvað væri að: „Við vorum alltaf í sambandi á Facebook og hann var alltaf brosandi og kátur. Ég sá þessa mynd fyrst og það var mikið áfall. Ég trúi því ekki að bróðir minn geti gert svona nokkuð.“ Anis Amri sótti um hæli í Þýskalandi í apríl á þessu ári, þóttist þá vera frá Egyptalandi. Umsókninni var hafnað í júní, en ekki var hægt að senda hann strax til Túnis vegna þess að nauðsynleg skilríki skorti. Amri er sagður hafa forðað sér frá Túnis þegar uppreisn braust þar út árið 2011, en þar í landi átti hann yfir höfði sér fangelsisdóm. Amri hélt fyrst til Ítalíu og komst þar fljótlega í kast við lögin, var dæmdur í fangelsi fyrir íkveikju og rán. Hann sat þar fjögur ár í fangelsi. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Evrópu Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Sjá meira