Barneignir hafa haft mikil áhrif tónleika Hinemoa Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2016 14:30 Sveitin að gefa út glænýtt lag. Myndir/ A.K.A. Photographer/Sigurður Ástgerisson Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar. Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira