Barneignir hafa haft mikil áhrif tónleika Hinemoa Stefán Árni Pálsson skrifar 22. desember 2016 14:30 Sveitin að gefa út glænýtt lag. Myndir/ A.K.A. Photographer/Sigurður Ástgerisson Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nýverið gaf hljómsveitin Hinemoa út nýtt lag sem ber nafnið Still for a Moment. Lagið er töluvert frábrugðið því sem áður hefur heyrst með hljómsveitinni en er það að sögn annarrar söngkonu sveitarinnar Ástu Björg að það sé ný stefna sem hljómsveitin sé að taka. „Mannabreytingar hafa orðið í bandinu, Rakel Pálsdóttir sem áður var í Hinemoa fór að sinna öðrum verkefnum og Bergrós Halla kom inn. Með nýju fólki koma nýjar áherslur svo við ákváðum að stokka upp í öllu og fara aðrar leiðir,“ segir Ásta Björg. Hún segir að hljómsveitin sé mjög spennt fyrir komandi tímum og er fyrsta breiðskífan í vinnslu en stefnt er á að hún komi út um mitt næsta ár. „Við erum á fullu að semja og útsetja efni, sem og að taka upp. Stefán Örn Gunnlaugsson er ekkert nema meistari í pródúseringu og sér um að pródúsera plötuna.“ Árið hefur þó ekki gengið hrakfallalaust fyrir sig en í maí á síðasta ári lagði hljómsveitin land undir fót sem fór ekki betur en svo að þau spiluðu bassaleikaralaus. Bassaleikarinn þurfti að fljúga heim fyrir giggin þar sem hann var að eignast sitt fyrsta barn, þó tveimur mánuðum fyrir tímann. Trommuleikarinn endurtók leikinn í ágúst og eignaðist barn þegar sveitin átti að vera að spila. Barneignir eru búnar í bili hjá bandinu svo nú hefur tónlistin forgang. „Við erum orðin ýmsu vön hvað varðar óvæntar uppákomur, á off-venue núna á airwaves lentum við í því að rafmagnið fór af einum staðnum. Við störtuðum þá bara fjöldasöng og það var mikil stemmning. Maður reynir bara að gera gott úr þessu öllu saman.“ Hér að neðan má heyra nýjasta lag sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira