Ferrari og Aston Martin sektuð vegna mengunarviðmiða ESB Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2016 11:39 Ferrari F60 America. Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins. Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent
Bæði Ferrari og Aston Martin eru vel yfir þeim viðmiðunum sem Evrópusambandið hefur sett bílaframleiðendum í álfunni. Samkvæmt þeim verða bílaframleiðendur að minnka CO2 útblástur bíla sinna og viðmiðið fyrir áramótin 2020/2021 er 95 g/km. Að meðaltali voru evrópskir nýir bílar með 119,5 CO2 g/km fyrir árið 2015 og er það 3,1% bæting frá 2014 og 8% undir 130 g/km viðmiðuninni sem þeim er sett. Samkvæmt því verða þeir að halda áfram að minnka útblástur bíla sinna á sama hraða til ársins 2020 til að standast kröfur Evrópusambandsins. Sumir bílaframleiðendur sem standa sig hvað best eru komnir langt með að ná viðmiðinu fyrir árið 2020. Ferrari og Aston Martin eru aldeilis ekki á meðal þeirra, heldur hefur mengun bíla þeirra aukist á milli ára og eru langt frá þeim takmörkum sem þeim er sett. Því er þeim gert að greiða sekt uppá 500.000 Evrur til Evrópusambandsins.
Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent