Benda ferðamönnum í Reykjavík á að fara í messu og að kíkja í kirkjugarðana um jólin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. desember 2016 11:45 Það er allt uppbókað í Bláa lónið um jól og áramót og svo má búast við einhverjum ferðamönnum í messu og kirkjugörðunum yfir hátíðarnar. vísir Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“ Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þegar flestir Íslendingar verða uppteknir í jólaboðum með fjölskyldum og vinum um hátíðarnar þá munu tug þúsundir ferðamanna vera á ferð og flugi um landið. Jól og áramót eru ekki beint frítími hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustu, þó að þorri landsmanna taki sér frí til að halda upp á jól og nýtt ár, enda þarf að bjóða ferðamönnunum sem hingað koma upp á ýmsa afþreyingu og þjónustu. Höfuðborgarstofa bendir ferðamönnum meðal annars á að sækja messu í Reykjavík og kíkja í kirkjugarðana um jólin til að upplifa hefðbundnar íslenskar jólahefðir. Þá munu margir ferðamenn baða sig í Bláa lóninu um jól og áramót en samkvæmt heimasíðu lónsins er allt uppbókað í lónið á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag, það er ef maður velur að bóka standard miða. Eins og Vísir fjallaði um í gær er afar lítið framboð á gistingu í Reykjavík um áramótin en eitthvað minna er uppbókað um jólin. Spár gera ráð fyrir því að allt að 100 þúsund ferðamenn sæki Ísland heim í desember en 40 flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli á aðfangadag, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag.Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu.Hægt að fara í náttúrulífsferðir og hvalaskoðun Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að undanfarin ár hafi ásýnd borgarinnar auðvitað breyst mjög mikið yfir hátíðarnar þar sem mun fleiri veitingastaðir, barir og kaffihús eru með opið núna heldur en áður. Þá eru flest öll ferðaþjónustufyrirtækin með nánast óskerta starfsemi alla hátíðisdagana og fara með ferðamenn í ýmsar ferðir innan og utan borgarinnar. „Það er hægt að fara í þessar náttúrulífsferðir, hvalaskoðun og svo verður Þjóðminjasafnið opið auk ýmissa annarra safna. En svo má ekki gleyma þessari hefðbundnu afþreyingu um jólin sem við heimamenn stundum eins og að sækja messu til að upplifa kirkjuhald í borginni sem eru auðvitað stór hluti af íslenskri jólahefð. Við höfum svo einnig verið að benda þeim á að kíkja í gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu og Fossvogskirkjugarð enda breytir kirkjugarðurinn svolítið um svip á aðfangadag þegar þangað er stöðugur straumur af fólki. Þetta er svolítið séríslenskt og ríkur hluti af okkar hefð,“ segir Áshildur í samtali við Vísi. Á vefnum Visit Reykjavík má sjá ítarlegar upplýsingar um opnunartíma veitingastaða, safna, verslana og annarra þjónustuaðila. Þar má meðal annars sjá opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu en flestar laugarnar eru með opið á aðfangadagsmorgun. Engin laug er með opið á jóladag samkvæmt listanum en nokkrar laugar eru opnar á annan í jólum.Kerlingarfjöll eru að öllum líkindum hvítari nú en þau eru á þessari mynd en þar munu nokkrir ferðamenn eyða jólanóttinni.vísir/vilhelmEyða jólanótt í Kerlingarfjöllum Ferðaþjónustufyrirtækið Extreme Iceland er eitt af þeim fyrirtækjum sem eru nánast með fulla starfsemi yfir hátíðarnar. „Þetta er í rauninni ekkert öðruvísi hjá okkur um jólin. Langflestar ferðirnar okkar eru á dagskrá yfir hátíðirnar og við erum einnig með mikið af hópum í prívat ferðum eins og vanalega, til að mynda upp á hálendi,“ segir Sonja Huld Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Extreme Iceland í samtali við Vísi. Fyrirtækið fer með ferðamenn upp á hálendið allan ársins hring, líka yfir háveturinn, og segir Sonja Huld að það sé síst minni upplifun en að fara þangað yfir sumartímann. „Við förum til dæmis inn í Kerlingarfjöll, Landmannalaugar og á Hveravelli. Núna á aðfangadag erum við til að mynda að fara með níu manna hóp inn í Kerlingarfjöll og þar gistum við í eina nótt svo það verða nokkrir ferðamenn sem munu eyða jólunum þar.“
Ferðamennska á Íslandi Jólafréttir Tengdar fréttir Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Reykjavík um áramótin: Uppsprengd verð á AirBnb og varla laust hótelherbergi Lítið framboð er á gistingu í Reykjavík um áramótin ef marka má vefsíðu AirBnb og nokkrar stikkprufur á vefsíðum hótela og gistiheimila sem blaðamaður gerði. Minna er uppbókað um jólin en Eva Silvernail, rekstrarstjóri Center hótela, segir að jólin séu eftirsóknarverðari nú en áður. 21. desember 2016 14:00