Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2016 10:32 Anis Amri er nú leitað um alla Evrópu. Vísir/AFP Túnisinn Anis Amri sem eftirlýstur er vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudag, hafði leitað upplýsinga á netinu um sprengjugerð. Hann á einnig að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. „Við teljum að Amri hafi byrjað að leita samverkamanna til að fremja árás þegar í ársbyrjun 2016,“ hafa þýskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Amri er nú leitað um alla Evrópu en hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Frá því að hann kom til landsins á hann að hafa dvalið bæði í Berlín og Emmerich í vesturhluta Þýskalands. Í Berlín á hann að hafa stundað fíkniefnaviðskipti. Tólf létu lífið og 49 særðust í árás mánudagsins þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín. New York Times segir að Amri hafi verið á lista yfir þá sem ekki mættu ferðast til Bandaríkjanna. Í frétt SVT segir að rannsóknarlögregla hafi snemma grunað að Amri hugði á árás í Þýskalandi. Hann á margsinnis að hafa ferðast milli Berlínar og Ruhr í vesturhluta landsins og notaðist við mörg ólík dulnefni. Öryggislögregla Þýskalands á að hafa varað við að hann skipulagði innbrot til að komast yfir sjálfvirkt skotvopn sem notað yrði í árás. „Sönnunargögnin virðast þó ekki hafa dugað til handtöku,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Bild. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00 Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Túnisinn Anis Amri sem eftirlýstur er vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudag, hafði leitað upplýsinga á netinu um sprengjugerð. Hann á einnig að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. „Við teljum að Amri hafi byrjað að leita samverkamanna til að fremja árás þegar í ársbyrjun 2016,“ hafa þýskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Amri er nú leitað um alla Evrópu en hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Frá því að hann kom til landsins á hann að hafa dvalið bæði í Berlín og Emmerich í vesturhluta Þýskalands. Í Berlín á hann að hafa stundað fíkniefnaviðskipti. Tólf létu lífið og 49 særðust í árás mánudagsins þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín. New York Times segir að Amri hafi verið á lista yfir þá sem ekki mættu ferðast til Bandaríkjanna. Í frétt SVT segir að rannsóknarlögregla hafi snemma grunað að Amri hugði á árás í Þýskalandi. Hann á margsinnis að hafa ferðast milli Berlínar og Ruhr í vesturhluta landsins og notaðist við mörg ólík dulnefni. Öryggislögregla Þýskalands á að hafa varað við að hann skipulagði innbrot til að komast yfir sjálfvirkt skotvopn sem notað yrði í árás. „Sönnunargögnin virðast þó ekki hafa dugað til handtöku,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Bild.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00 Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent