Senda fólk á skriðjökla án mannbrodda Sveinn Arnarsson skrifar 22. desember 2016 07:00 Íshellaferðum í Vatnajökulsþjóðgarði hefur fjölgað gífurlega síðustu ár og gera nú á annan tug fyrirtækja út á slíkar ferðir. vísir/vilhelm Dæmi eru um að vanbúnir ferðamenn á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu sæki íshella og skriðjökla heim, án mannbrodda eða aðeins búnir hálkubroddum í Skaftafelli. Vitað er um á annan tug ferðaþjónustufyrirtækja sem gera út á íshellaskoðanir í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn hefur hins vegar ekki nægilega yfirsýn yfir fjölda fyrirtækjanna. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir fyrirtækjum í íshellaferðum og öðrum ferðum á Skaftafellsjökul hafa fjölgað upp á síðkastið. „Við höfum séð vanbúna ferðamenn en það heyrir til undantekninga. Hins vegar er það svo að við verðum að geta tryggt öryggi ferðamanna,“ segir Regína. „Það er því á herðum ferðaþjónustufyrirtækjanna sjálfra að tryggja öryggi þeirra.“ Á þessu ári hafa komið upp dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki með stóra hópa ferðamanna uppi á skriðjöklum án mannbrodda og inni í íshellum. Gæta þarf fyllstu varúðar á slóðum sem þessum. Nýsamþykkt lög um Vatnajökulsþjóðgarð munu hjálpa til við að kortleggja ferðaþjónustuna í Skaftafelli að mati Regínu. „Nú þurfa ferðaþjónustufyrirtækin að sækja um leyfi til að starfa innan þjóðgarðsins og því getum við fengið mun skýrari yfirsýn yfir þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig getum við komið upplýsingum betur til fyrirtækja, bæði um vegi á svæðinu og hættur við jökul,“ segir Regína.Helga ÁrnadóttirInnan Samtaka ferðaþjónustunnar er unnið að því að bæta öryggi ferðamanna á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. „Öryggi ferðamanna er forsenda þess að gæði geti skapast og á það sérstaklega við þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Við hjá SAF teljum eðlilegt að fyrirtæki tileinki sér núllsýn í öryggismálum þar sem slys og óhöpp eru óásættanleg,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. „Ekki er síður mikilvægt að gerðar séu kröfur um öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila með áhættumati ferða. Hvað varðar heimildir til að sinna starfsemi innan þjóðgarða sjáum við fyrir okkur að fyrirtæki geti verið krafin um aðild að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ bætir Helga við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Dæmi eru um að vanbúnir ferðamenn á vegum fyrirtækja í ferðaþjónustu sæki íshella og skriðjökla heim, án mannbrodda eða aðeins búnir hálkubroddum í Skaftafelli. Vitað er um á annan tug ferðaþjónustufyrirtækja sem gera út á íshellaskoðanir í Skaftafelli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn hefur hins vegar ekki nægilega yfirsýn yfir fjölda fyrirtækjanna. Regína Hreinsdóttir, þjóðgarðsvörður í Skaftafelli, segir fyrirtækjum í íshellaferðum og öðrum ferðum á Skaftafellsjökul hafa fjölgað upp á síðkastið. „Við höfum séð vanbúna ferðamenn en það heyrir til undantekninga. Hins vegar er það svo að við verðum að geta tryggt öryggi ferðamanna,“ segir Regína. „Það er því á herðum ferðaþjónustufyrirtækjanna sjálfra að tryggja öryggi þeirra.“ Á þessu ári hafa komið upp dæmi um ferðaþjónustufyrirtæki með stóra hópa ferðamanna uppi á skriðjöklum án mannbrodda og inni í íshellum. Gæta þarf fyllstu varúðar á slóðum sem þessum. Nýsamþykkt lög um Vatnajökulsþjóðgarð munu hjálpa til við að kortleggja ferðaþjónustuna í Skaftafelli að mati Regínu. „Nú þurfa ferðaþjónustufyrirtækin að sækja um leyfi til að starfa innan þjóðgarðsins og því getum við fengið mun skýrari yfirsýn yfir þá starfsemi sem þar fer fram. Einnig getum við komið upplýsingum betur til fyrirtækja, bæði um vegi á svæðinu og hættur við jökul,“ segir Regína.Helga ÁrnadóttirInnan Samtaka ferðaþjónustunnar er unnið að því að bæta öryggi ferðamanna á öllum sviðum ferðaþjónustunnar. „Öryggi ferðamanna er forsenda þess að gæði geti skapast og á það sérstaklega við þegar unnið er við erfiðar aðstæður. Við hjá SAF teljum eðlilegt að fyrirtæki tileinki sér núllsýn í öryggismálum þar sem slys og óhöpp eru óásættanleg,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF. „Ekki er síður mikilvægt að gerðar séu kröfur um öryggisáætlanir ferðaþjónustuaðila með áhættumati ferða. Hvað varðar heimildir til að sinna starfsemi innan þjóðgarða sjáum við fyrir okkur að fyrirtæki geti verið krafin um aðild að Vakanum, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar,“ bætir Helga við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira