Vildi gera stærri og meiri kröfur til mín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. desember 2016 06:00 Sara Björk hefur staðið sig vel með nýju liði, Wolfsburg í Þýskalandi. Hún fékk langþráð frí yfir hátíðarnar. vísir/stefán Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skipað sér sess meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu. Á árinu sem er að líða samdi hún við þýska stórliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið Evrópu, þar sem hún hefur verið byrjunarliðsmaður síðustu vikur og mánuði. Hún var þar að auki lykilleikmaður í frábæru íslensku landsliði sem vann sér þátttökurétt á sínu þriðja Evrópumeistaramóti í röð. Sara Björk fékk svo þann mikla heiður að vera fyrsta íslenski knattspyrnumaðurinn sem kemst á lista yfir bestu leikmenn Evrópu, þegar Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti tilnefningar til knattspyrnumanns ársins. Var Sara Björk í nítjánda sæti í kvennaflokki en til greina komu allir evrópskir leikmenn sem og þeir sem spila með félagsliðum í Evrópu. Hún ákvað um mitt þetta ár að ganga að tilboði Wolfsburg eftir fimm ára dvöl hjá Rosengård í Svíþjóð, þar sem hún varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari. Hún segir sjálf að það hafi verið risastórt skref á ferlinum. „Ég vildi taka almennilegri áskorun og ákvað að hoppa beint út í djúpu laugina. Samkeppnin er gríðarleg hjá félagi sem þessu, það eru meiri væntingar gerðar til manns og meiri pressa á manni. Þetta var mjög erfitt en ég vildi gera stærri kröfur til mín. Ég var á þeim tímapunkti á mínum ferli þar sem ég þurfti á því að halda,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Sara Björk er ánægð með dvölina í Þýskalandi.vísir/stefánÞýskur og ferkantaður Sara Björk samdi við Wolfsburg í júní en spilaði með Rosengård fram að sumarfríi í Svíþjóð. En þá tók strax við undirbúningstímabil í Þýskalandi fyrir nýtt tímabil sem hófst í lok sumars. Sara Björk fékk því litla hvíld í sumar. „Ég finn að ég er enn að aðlagast öllu – nýju landi, tungumáli og deild og á enn mikið inni. Ég byrjaði á bekknum í fyrstu leikjunum en hef síðan þá spilað alla leiki og náð að stimpla mig nokkuð vel inn,“ segir hún enn fremur. „Þetta er búið að vera erfitt og krefjandi en um leið afar mikilvægt á mínum ferli.“ Sara Björk kom við sögu í fjórtán leikjum með Wolfsburg í öllum keppnum á þessu ári og hefur skorað í þeim eitt mark. Hún segir að þó svo að álagið sé á köflum mikið sé afar vel hugsað um leikmenn hjá Wolfsburg og fagmannlega að öllu staðið. Þjálfarinn Ralf Kellermann gefur þó leikmönnum lítinn slaka. „Hann er mjög þýskur – ferkantaður og það má ekkert út af bregða,“ segir hún í léttum dúr. „Hann lætur mann óhikað vita af því ef maður gerir mistök. Það tekur á sjálfstraustið og annaðhvort styrkir eða brýtur niður. Maður þarf bara að vera duglegur að segja sjálfum sér að halda áfram og þekkja sína eigin styrkleika.“Út úr þægindarammanum Hún segir að samkeppni á milli leikmanna um stöður í liðinu sé ólík öllu því sem hún hefur áður kynnst. Ekki nái allir nýir leikmenn að aðlagast því. „Þetta heldur manni á tánum. Og ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Ef þú átt lélega æfingaviku þá eru líkur á að þú byrjir á bekknum. Samkeppnin var mestu viðbrigðin fyrir mig því hjá Rosengård gat maður átt tvo slaka leiki án þess að manni yrði sérstaklega refsað fyrir það. Þetta ýtir manni út úr ákveðnum þægindaramma og það var ástæðan fyrir því að ég vildi fara til Þýskalands.“Sara Björk er í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem keppir á EM í Hollandi næsta sumar.vísir/antonHef þroskast helling Sara Björk hefur ávallt verið mikill dugnaðarforkur á miðjunni – leikmaður sem vinnur marga bolta með dugnaði og vilja. En hún segist hafa bætt sig á öðrum sviðum líka með tíð og tíma. „Ég er enn þessi leikmaður sem ég var alltaf. En í dag tel ég að ég sé komin með betri yfirsýn, hef meiri yfirvegun á bolta og er betri spilandi leikmaður. Ég spara hlaupin mín og spara orkuna. Ég tel að ég hafi þroskast heilan helling,“ segir hún. Hún segist hafa lært af þeim mörgu þjálfurum sem hún hafi haft í gegnum tíðina. Það hafi til dæmis byrjað í Svíþjóð þegar hún þurfti að aðlagast gæðunum þar. En hún hafi líka tekið út ákveðinn þroska með landsliðinu, þar sem þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir miklar kröfur til hennar. „Hann vill að boltinn fari mikið í gegnum mig og ég er best þegar ég fæ að vera mikið með boltann. Þetta er eitthvað sem hann og aðrir þjálfarar hafa bent mér á í gegnum tíðina en svona lagað kemur líka frá manni sjálfum, því maður vill einfaldlega alltaf bæta sig.“Vinna titla á nýju ári Fram undan er risastórt ár hjá Söru Björk. Ekki síst vegna þátttöku Íslands á EM í Hollandi næsta sumar heldur vill hún einnig vinna stór afrek með Wolfsburg. „Það eru margir titlar í boði í Þýskalandi sem við ætlum að berjast um. Við fengum sterkan andstæðing í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar [Evrópumeistara Lyon frá Frakklandi] en viljum ná langt í þeirri keppni líka,“ segir hún. Sara Björk fékk sem fyrr segir lítið sumarfrí og hefur spilað mikið í haust. Hún ætlar því að nota jólafríið vel. „Ég verð að gæta mín og ætla að hugsa vel um mig. Ég kem svo inn í nýtt ár af miklum krafti.“ EM 2017 í Hollandi Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skipað sér sess meðal bestu knattspyrnukvenna Evrópu. Á árinu sem er að líða samdi hún við þýska stórliðið Wolfsburg, eitt besta félagslið Evrópu, þar sem hún hefur verið byrjunarliðsmaður síðustu vikur og mánuði. Hún var þar að auki lykilleikmaður í frábæru íslensku landsliði sem vann sér þátttökurétt á sínu þriðja Evrópumeistaramóti í röð. Sara Björk fékk svo þann mikla heiður að vera fyrsta íslenski knattspyrnumaðurinn sem kemst á lista yfir bestu leikmenn Evrópu, þegar Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti tilnefningar til knattspyrnumanns ársins. Var Sara Björk í nítjánda sæti í kvennaflokki en til greina komu allir evrópskir leikmenn sem og þeir sem spila með félagsliðum í Evrópu. Hún ákvað um mitt þetta ár að ganga að tilboði Wolfsburg eftir fimm ára dvöl hjá Rosengård í Svíþjóð, þar sem hún varð fjórum sinnum Svíþjóðarmeistari. Hún segir sjálf að það hafi verið risastórt skref á ferlinum. „Ég vildi taka almennilegri áskorun og ákvað að hoppa beint út í djúpu laugina. Samkeppnin er gríðarleg hjá félagi sem þessu, það eru meiri væntingar gerðar til manns og meiri pressa á manni. Þetta var mjög erfitt en ég vildi gera stærri kröfur til mín. Ég var á þeim tímapunkti á mínum ferli þar sem ég þurfti á því að halda,“ segir hún í samtali við Fréttablaðið.Sara Björk er ánægð með dvölina í Þýskalandi.vísir/stefánÞýskur og ferkantaður Sara Björk samdi við Wolfsburg í júní en spilaði með Rosengård fram að sumarfríi í Svíþjóð. En þá tók strax við undirbúningstímabil í Þýskalandi fyrir nýtt tímabil sem hófst í lok sumars. Sara Björk fékk því litla hvíld í sumar. „Ég finn að ég er enn að aðlagast öllu – nýju landi, tungumáli og deild og á enn mikið inni. Ég byrjaði á bekknum í fyrstu leikjunum en hef síðan þá spilað alla leiki og náð að stimpla mig nokkuð vel inn,“ segir hún enn fremur. „Þetta er búið að vera erfitt og krefjandi en um leið afar mikilvægt á mínum ferli.“ Sara Björk kom við sögu í fjórtán leikjum með Wolfsburg í öllum keppnum á þessu ári og hefur skorað í þeim eitt mark. Hún segir að þó svo að álagið sé á köflum mikið sé afar vel hugsað um leikmenn hjá Wolfsburg og fagmannlega að öllu staðið. Þjálfarinn Ralf Kellermann gefur þó leikmönnum lítinn slaka. „Hann er mjög þýskur – ferkantaður og það má ekkert út af bregða,“ segir hún í léttum dúr. „Hann lætur mann óhikað vita af því ef maður gerir mistök. Það tekur á sjálfstraustið og annaðhvort styrkir eða brýtur niður. Maður þarf bara að vera duglegur að segja sjálfum sér að halda áfram og þekkja sína eigin styrkleika.“Út úr þægindarammanum Hún segir að samkeppni á milli leikmanna um stöður í liðinu sé ólík öllu því sem hún hefur áður kynnst. Ekki nái allir nýir leikmenn að aðlagast því. „Þetta heldur manni á tánum. Og ekki bara í leikjum heldur einnig á æfingum. Ef þú átt lélega æfingaviku þá eru líkur á að þú byrjir á bekknum. Samkeppnin var mestu viðbrigðin fyrir mig því hjá Rosengård gat maður átt tvo slaka leiki án þess að manni yrði sérstaklega refsað fyrir það. Þetta ýtir manni út úr ákveðnum þægindaramma og það var ástæðan fyrir því að ég vildi fara til Þýskalands.“Sara Björk er í stóru hlutverki í íslenska landsliðinu sem keppir á EM í Hollandi næsta sumar.vísir/antonHef þroskast helling Sara Björk hefur ávallt verið mikill dugnaðarforkur á miðjunni – leikmaður sem vinnur marga bolta með dugnaði og vilja. En hún segist hafa bætt sig á öðrum sviðum líka með tíð og tíma. „Ég er enn þessi leikmaður sem ég var alltaf. En í dag tel ég að ég sé komin með betri yfirsýn, hef meiri yfirvegun á bolta og er betri spilandi leikmaður. Ég spara hlaupin mín og spara orkuna. Ég tel að ég hafi þroskast heilan helling,“ segir hún. Hún segist hafa lært af þeim mörgu þjálfurum sem hún hafi haft í gegnum tíðina. Það hafi til dæmis byrjað í Svíþjóð þegar hún þurfti að aðlagast gæðunum þar. En hún hafi líka tekið út ákveðinn þroska með landsliðinu, þar sem þjálfarinn Freyr Alexandersson gerir miklar kröfur til hennar. „Hann vill að boltinn fari mikið í gegnum mig og ég er best þegar ég fæ að vera mikið með boltann. Þetta er eitthvað sem hann og aðrir þjálfarar hafa bent mér á í gegnum tíðina en svona lagað kemur líka frá manni sjálfum, því maður vill einfaldlega alltaf bæta sig.“Vinna titla á nýju ári Fram undan er risastórt ár hjá Söru Björk. Ekki síst vegna þátttöku Íslands á EM í Hollandi næsta sumar heldur vill hún einnig vinna stór afrek með Wolfsburg. „Það eru margir titlar í boði í Þýskalandi sem við ætlum að berjast um. Við fengum sterkan andstæðing í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar [Evrópumeistara Lyon frá Frakklandi] en viljum ná langt í þeirri keppni líka,“ segir hún. Sara Björk fékk sem fyrr segir lítið sumarfrí og hefur spilað mikið í haust. Hún ætlar því að nota jólafríið vel. „Ég verð að gæta mín og ætla að hugsa vel um mig. Ég kem svo inn í nýtt ár af miklum krafti.“
EM 2017 í Hollandi Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira