Toppslagur sem á sér engan líkan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 06:00 Red Bull Leipzig er ekki vinsælasta liðið í Þýskalandi. vísir/getty Í kvöld fer fram alvöru toppslagur í einni stærstu deild Evrópu – slagur tveggja liða sem hafa stungið af á toppi deildarinnar. En þó að liðin séu jöfn að stigum eru þau afar ólík að nánast öllu leyti. Bayern München og RB Leipzig eigast við í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku 1. deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og eru með níu stiga forystu á næstu lið. Það verður því gríðarlega mikið undir á hinum glæsilega Allianz-leikvangi í München í kvöld. Til að undirstrika hversu ólík liðin eru þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þau mætast. Slíkt er nánast óþekkt í toppslag jafn sterkrar deildar og þýsku 1. deildarinnar, þar sem lítill hópur liða hefur skipst á að vinna þýska meistaratitilinn undanfarna áratugi. Leipzig er nýliði í deildinni. Það er aðeins sjö ára gamalt en það var stofnað af eigendum orkudrykkjarisans Red Bull eftir að hann keypti keppnisrétt SSV Markranstädt í fimmtu efstu deild þýsku deildakeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að liðið rauk upp hverja deildina á fætur annarri og eftir aðeins tvö ár í 2. deildinni tryggði það sér þátttökurétt í deild þeirra bestu. Leipzig hóf tímabilið af gríðarlegum krafti og tapaði ekki fyrstu þrettán leikjum sínum, sem er met hjá nýliða og þegar liðið komst í toppsæti deildarinnar eftir elleftu umferð var það í fyrsta sinn síðan í lok ágústmánaðar 1991 að lið frá austurhluta Þýskalands trónir á toppi deildarinnar. Einna helst mætti líkja ævintýri Leipzig við enska liðið Leicester, sem varð öllum að óvörum Englandsmeistari í vor. Það virðist reyndar vera þema í nokkrum deildum Evrópu, eins og sjá má hér til hliðar.graf/fréttablaðiðÞað þarf vart að fjölyrða um sögu Bayern München, sem er langsigursælasta lið Þýskalands og í hópi allra stærstu liða Evrópu. Það er 109 árum eldra en Leipzig og aðeins eitt fjögurra liða Evrópu sem hafa unnið allar þrjár stærstu Evrópukeppnirnar. Bayern hefur þar að auki ekki tapað fyrir nýliða í sextán ár, í alls 25 leikjum. Það ætti að vera öllum ljóst að ekkert lið nær jafn skjótum frama í einni bestu deild Evrópu án þess að hafa djúpa vasa. En Carlo Ancelotti, stjóri Bayern, segir að peningar séu ekki eina ástæðan fyrir velgengni Leipzig. „Þeir hafa náð að byggja upp ungt lið sem býr yfir miklum eldmóði. Peningarnir skipta ekki öllu máli. Það skiptir máli að vera vel skipulagðir og andrúmsloftið innan félagsins þarf að vera rétt. Þessi íþrótt krefst samvinnu og af þessum ástæðum tel ég að Leipzig hafi verið að standa sig virkilega vel,“ sagði hann. Lykilmaður í velgengni Leipzig er íþróttastjórinn Ralf Rangnick, sem á langan feril að baki. „Ralf sagði fyrir nokkrum vikum að það væri allt mögulegt,“ sagði Ralph Hasenhüttl, þjálfari Leipzig. Hann lítur þó á þennan leik sem bónusviðureign og segir að það hafi til að mynda verið mikilvægara að vinna Herthu Berlín, liðið í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst og eru nú níu stig á milli liðanna. „Við viljum nýta þennan leik til að sjá hversu langt við erum komnir í að þróa okkar leik. Það þykir okkur afar spennandi. En þessi leikur mun engu breyta um áætlanir okkar fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Í kvöld fer fram alvöru toppslagur í einni stærstu deild Evrópu – slagur tveggja liða sem hafa stungið af á toppi deildarinnar. En þó að liðin séu jöfn að stigum eru þau afar ólík að nánast öllu leyti. Bayern München og RB Leipzig eigast við í uppgjöri tveggja efstu liða þýsku 1. deildarinnar. Liðin eru jöfn að stigum, hafa aðeins tapað einum leik á tímabilinu og eru með níu stiga forystu á næstu lið. Það verður því gríðarlega mikið undir á hinum glæsilega Allianz-leikvangi í München í kvöld. Til að undirstrika hversu ólík liðin eru þá er þetta í fyrsta sinn í sögunni sem þau mætast. Slíkt er nánast óþekkt í toppslag jafn sterkrar deildar og þýsku 1. deildarinnar, þar sem lítill hópur liða hefur skipst á að vinna þýska meistaratitilinn undanfarna áratugi. Leipzig er nýliði í deildinni. Það er aðeins sjö ára gamalt en það var stofnað af eigendum orkudrykkjarisans Red Bull eftir að hann keypti keppnisrétt SSV Markranstädt í fimmtu efstu deild þýsku deildakeppninnar. Það er skemmst frá því að segja að liðið rauk upp hverja deildina á fætur annarri og eftir aðeins tvö ár í 2. deildinni tryggði það sér þátttökurétt í deild þeirra bestu. Leipzig hóf tímabilið af gríðarlegum krafti og tapaði ekki fyrstu þrettán leikjum sínum, sem er met hjá nýliða og þegar liðið komst í toppsæti deildarinnar eftir elleftu umferð var það í fyrsta sinn síðan í lok ágústmánaðar 1991 að lið frá austurhluta Þýskalands trónir á toppi deildarinnar. Einna helst mætti líkja ævintýri Leipzig við enska liðið Leicester, sem varð öllum að óvörum Englandsmeistari í vor. Það virðist reyndar vera þema í nokkrum deildum Evrópu, eins og sjá má hér til hliðar.graf/fréttablaðiðÞað þarf vart að fjölyrða um sögu Bayern München, sem er langsigursælasta lið Þýskalands og í hópi allra stærstu liða Evrópu. Það er 109 árum eldra en Leipzig og aðeins eitt fjögurra liða Evrópu sem hafa unnið allar þrjár stærstu Evrópukeppnirnar. Bayern hefur þar að auki ekki tapað fyrir nýliða í sextán ár, í alls 25 leikjum. Það ætti að vera öllum ljóst að ekkert lið nær jafn skjótum frama í einni bestu deild Evrópu án þess að hafa djúpa vasa. En Carlo Ancelotti, stjóri Bayern, segir að peningar séu ekki eina ástæðan fyrir velgengni Leipzig. „Þeir hafa náð að byggja upp ungt lið sem býr yfir miklum eldmóði. Peningarnir skipta ekki öllu máli. Það skiptir máli að vera vel skipulagðir og andrúmsloftið innan félagsins þarf að vera rétt. Þessi íþrótt krefst samvinnu og af þessum ástæðum tel ég að Leipzig hafi verið að standa sig virkilega vel,“ sagði hann. Lykilmaður í velgengni Leipzig er íþróttastjórinn Ralf Rangnick, sem á langan feril að baki. „Ralf sagði fyrir nokkrum vikum að það væri allt mögulegt,“ sagði Ralph Hasenhüttl, þjálfari Leipzig. Hann lítur þó á þennan leik sem bónusviðureign og segir að það hafi til að mynda verið mikilvægara að vinna Herthu Berlín, liðið í þriðja sæti deildarinnar. Það tókst og eru nú níu stig á milli liðanna. „Við viljum nýta þennan leik til að sjá hversu langt við erum komnir í að þróa okkar leik. Það þykir okkur afar spennandi. En þessi leikur mun engu breyta um áætlanir okkar fyrir seinni hluta tímabilsins.“ Leikur liðanna hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigu Abramovich Hæstiréttur hafnaði kröfu KA að taka mál Arnars fyrir Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira