Innlent

Þingmaður tekur sér tímabundið leyfi vegna þunglyndis

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gunnar Hrafn Jónsson.
Gunnar Hrafn Jónsson. Vísir/Stefán
Gunnar Hrafn Jónsson, nýkjörinn þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður hyggst taka sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu Gunnars þar sem hann birtir mynd af sér ásamt dóttur sinni.

Gunnar segir þar frá því að hann kljáist nú við þunglyndi og því hafi hann ákveðið að leita sér hjálpar. Hann segist ekki skammast sín fyrir veikindi sín og segist sem þingmaður vilja setja gott fordæmi í baráttunni við geðsjúkdóma.

Sjá einnig: Reiðir ungir karlmenn alltaf verið vandamál

Hann tekur fram að hann hafi margt til að vera þakklátur fyrir og þakkar vinum sínum ásamt dóttur sinni fyrir að hafa staðið með sér.

Viktor Orri Valgarðsson, varaþingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður mun að öllum líkindum taka sæti Gunnar Hrafns á Alþingi á meðan tímabundnu leyfi hans stendur.


Tengdar fréttir

Reiðir ungir karlmenn alltaf verið vandamál

Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi fréttamaður, skipar nú annað sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir komandi alþingiskosningar. Hann er gríðarlega fróður um utanríkismál eftir árin á RÚV og hefur meðal annars átt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×