Árið 2016: Dásamlegir sinfóníutónleikar – Évgení Ónegín var snilld Jónas Sen skrifar 2. janúar 2017 13:30 "Þóra er Guðsgjöf leyfi ég mér að fullyrða,“ segir í pistlinum. Hér er Þóra Einarsdóttir í hlutverki sínu í Évgení Ónegín. Mynd/Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands fékk fimm sinnum fullt hús af stjörnum frá undirrituðum á árinu 2016. Hljómsveitin var í miklu stuði og það er greinilegt að stjórn hennar veit hvað hún er að gera. Tveir stjörnudómarnir birtust í haust. Þeir fjölluð báðir um tónleika með hinum nýbakaða aðalstjórnanda, Yan Pascal Tortelier. Hingað til hefur hann staðið sig með miklum ágætum. Hann er músíkalskur, þ.e. hefur næmt listrænt innsæi og djúpan skilning á inntaki hvers tónverks. Svo kann hann að miðla því til áheyrenda. Einhver sterkasta tónleikaupplifunin á árinu var þegar Tortelier stjórnaði annarri sinfóníu Sibeliusar. Lokahnykkurinn var svo máttugur að það var engu líkt. Margt annað bitastætt gerðist á tónleikum hljómsveitarinnar. Leningrad sinfónían eftir Sjostakóvitsj sló eftirminnilega í gegn snemma í upphafi árs. Túlkun stjórnandans, James Gaffigan, var sérlega sannfærandi. Styrkleikabrigði voru meistaralega útfærð og uppbyggingin var markviss. Stígandin var úthugsuð og hápunktarnir voru gæddir sprengikrafti.Villtur framúrstefnudjass Mikil breidd var í starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar á liðnu ári eins og venjulega. Fjölskyldutónleikar, kvikmyndatónleikar, Vínartónleikar og annað léttmeti yfir í þungmelta, afstrakt nútímatónlist. Hin árlega Tectonics-hátíð í apríl var helguð því síðarnefnda og þar var margt forvitnilegt sem bar fyrir eyru. Verkin voru mjög ólík, allt frá sveimkenndri, einfaldri tónlist yfir í villtan framúrstefnudjass. Sérstaklega minnistætt var þekkt verk, Conversations eftir Roscoe Mitchell sem hér var frumflutt í nýrri hljómsveitarútsetningu. Stíllinn var svokallaður frjáls djass, en það er umdeilt listform þar sem djass er laus við allar klisjur og formúlur. Sumum finnst slík tónlist óskiljanleg. Þetta var einleikskonsert fyrir saxófón og hljómsveit, vissulega krefjandi, en fullur af óvæntum uppákomum, spennuþrunginn og litríkur. Margt annað skemmtilegt mætti telja upp og ekki má gleyma einleikurunum. Þar skal nefna Nikolai Lugansky sem spilaði þriðja píanókonsert Rakmaninoffs af snilld. Kirill Gerstein lék líka meistaralega fyrsta píanókonsert Tsjajkovskíjs. Tetzlaff-tvíeykið var með allt á hreinu í fiðlu- og sellókonsert eftir Brahms í haust, Steven Osborne flutti annan píanókonsert Sjostakóvitsj á snilldarlegan máta og Emilía Rós Sigfúsdóttir spilaði lýtalaust flautukonsert eftir Ibert. Víkingur Heiðar Ólafsson lék sömuleiðis eins og engill oftar en einu sinni á tónleikum hljómsveitarinnar.Kammerveisla víða Talandi um Víking, þá er hann listrænn stjórnandi merkrar kammerhátíðar í kringum sumarsólstöður hvert ár. Ég segir merkrar vegna þess að efnisskráin á hátíðinni er óvanalega víð og forvitnileg. Síðasta sumar voru þarna ódauðleg verk á borð við Píanókvintettinn eftir Dvorák og Píanótríóið eftir Ravel. En svo voru líka fluttar mergjaðar tónsmíðar eftir George Crumb og afar skemmtileg stykki eftir Charles Ives fyrir tvö píanó. Þar voru píanóin stillt á mismunandi hátt, annað var kvarttóni fyrir ofan hitt. Minnsta tónbil á hljómborði er hálftónsbil, svo þegar leikið var á bæði píanóin í kvarttónsstillingunni virkuðu þau rammfölsk. Þau voru ekki á sama tónsviðinu. En það var einhver fegurð í þessu falska, einstök hughrif sköpuðust sem erfitt er að lýsa. Hinn hreini tónn er greinilega ekki alltaf bestur! Aðrir kammertónleikar á árinu 2016 voru margir hverjir prýðilegir. Nordic Affect, sem samanstendur af nokkrum hljóðfæraleikurum með Höllu Steinunni Stefánsdóttur í broddi fylkingar, var m.a. á Norrænum músíkdögum í haust. Þar voru skemmtilegar tónsmíðar, aðallega eftir íslensk tónskáld. Nordic Affect hefur þá sérstöðu að venjulega liggur mikil rannsóknarvinna að baki tónleikum hópsins. Oft hverfast þeir um einfalda hugmynd sem heldur öllu saman. Að þessu sinni var efnisskráin fleyguð með sérkennilegum gerningi, ógreinilegu þykkni ljóðabrota úr hátölurum sem myndaði fallegan hljóðheim. Þetta var einhvers konar ringulreið og það var eins og öll verkin á dagskránni kæmu út úr henni. Það var verulega áhrifamikið. Kammermúsíkklúbburinn var líka flottur á liðnu ári. Verkin voru þó mun hefðbundnari; þessi venjulegu eftir Brahms, Beethoven og félaga. Flutningurinn á slíkum tónsmíðum er samt yfirleitt vandasamari en á nýrri tónlist. Verkin eru jú til í flutningi ótal hópa á geisladiskum. Maður hefur því samanburðinn og það er erfitt að toppa hann. Það er til marks um hversu góðir íslenskir hljóðfæraleikarar eru orðnir að margir tónleikar klúbbsins voru á heimsmælikvarða.Íslenskan óperan góð og slæm Íslenska óperan var bæði og á árinu 2016. Fyrri uppfærslan, á Don Giovanni eftir Mozart var ekki fullnægjandi að mati undirritaðs. Sviðsmynd og búningar voru máttlausir, og frammistaða söngvaranna misjöfn. Uppfærslan á Évgení Ónegín í haust kom því skemmtilega á óvart. Þar gekk allt upp. Valið á söngvurunum var fullkomið og sviðsmyndin er sú glæsilegasta sem ég hef séð hér á landi. Búningarnir voru augnayndi og leikstjórnin, sem stundum hefur verið hálfmisheppnuð, var stórkostleg. Hvergi var dauður punktur í atburðarásinni, hún rann áfram áreynslulaust, skreytt alls konar óvæntum uppákomum. Hér, sem oftar, sló Þóra Einarsdóttir sópran í gegn með magnaðri frammistöðu. Þóra er Guðsgjöf, leyfi ég mér að fullyrða. Margar fínar tónsmíðar litu fyrst dagsins ljós á liðnu ári. Þær voru eftir tónskáld á borð við Finn Karlsson, Kolbein Bjarnason, Þuríði Jónsdóttur, Úlf Hansson, Hafdísi Bjarnadóttur, Georg Kára Hilmarsson og fleiri. Djassinn var sömuleiðis oft öflugur. Terri Lyne Carrington var með fimm stjörnu tónleika á Listahátíð og Sunna Gunnlaugsdóttir og Julia Hülsmann voru með óvanalega tveggja flygla tónleika á Djasshátíð í Reykjavík síðla sumars. Þannig mætti lengi telja. Ljóst er að 2016 var viðburðaríkt, tónlistarlífið hér er greinilega í miklum blóma. Ég þakka lesendum mínum samfylgdina á árinu og óska þeim gleðilegs nýs árs. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar 2017. Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands fékk fimm sinnum fullt hús af stjörnum frá undirrituðum á árinu 2016. Hljómsveitin var í miklu stuði og það er greinilegt að stjórn hennar veit hvað hún er að gera. Tveir stjörnudómarnir birtust í haust. Þeir fjölluð báðir um tónleika með hinum nýbakaða aðalstjórnanda, Yan Pascal Tortelier. Hingað til hefur hann staðið sig með miklum ágætum. Hann er músíkalskur, þ.e. hefur næmt listrænt innsæi og djúpan skilning á inntaki hvers tónverks. Svo kann hann að miðla því til áheyrenda. Einhver sterkasta tónleikaupplifunin á árinu var þegar Tortelier stjórnaði annarri sinfóníu Sibeliusar. Lokahnykkurinn var svo máttugur að það var engu líkt. Margt annað bitastætt gerðist á tónleikum hljómsveitarinnar. Leningrad sinfónían eftir Sjostakóvitsj sló eftirminnilega í gegn snemma í upphafi árs. Túlkun stjórnandans, James Gaffigan, var sérlega sannfærandi. Styrkleikabrigði voru meistaralega útfærð og uppbyggingin var markviss. Stígandin var úthugsuð og hápunktarnir voru gæddir sprengikrafti.Villtur framúrstefnudjass Mikil breidd var í starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinnar á liðnu ári eins og venjulega. Fjölskyldutónleikar, kvikmyndatónleikar, Vínartónleikar og annað léttmeti yfir í þungmelta, afstrakt nútímatónlist. Hin árlega Tectonics-hátíð í apríl var helguð því síðarnefnda og þar var margt forvitnilegt sem bar fyrir eyru. Verkin voru mjög ólík, allt frá sveimkenndri, einfaldri tónlist yfir í villtan framúrstefnudjass. Sérstaklega minnistætt var þekkt verk, Conversations eftir Roscoe Mitchell sem hér var frumflutt í nýrri hljómsveitarútsetningu. Stíllinn var svokallaður frjáls djass, en það er umdeilt listform þar sem djass er laus við allar klisjur og formúlur. Sumum finnst slík tónlist óskiljanleg. Þetta var einleikskonsert fyrir saxófón og hljómsveit, vissulega krefjandi, en fullur af óvæntum uppákomum, spennuþrunginn og litríkur. Margt annað skemmtilegt mætti telja upp og ekki má gleyma einleikurunum. Þar skal nefna Nikolai Lugansky sem spilaði þriðja píanókonsert Rakmaninoffs af snilld. Kirill Gerstein lék líka meistaralega fyrsta píanókonsert Tsjajkovskíjs. Tetzlaff-tvíeykið var með allt á hreinu í fiðlu- og sellókonsert eftir Brahms í haust, Steven Osborne flutti annan píanókonsert Sjostakóvitsj á snilldarlegan máta og Emilía Rós Sigfúsdóttir spilaði lýtalaust flautukonsert eftir Ibert. Víkingur Heiðar Ólafsson lék sömuleiðis eins og engill oftar en einu sinni á tónleikum hljómsveitarinnar.Kammerveisla víða Talandi um Víking, þá er hann listrænn stjórnandi merkrar kammerhátíðar í kringum sumarsólstöður hvert ár. Ég segir merkrar vegna þess að efnisskráin á hátíðinni er óvanalega víð og forvitnileg. Síðasta sumar voru þarna ódauðleg verk á borð við Píanókvintettinn eftir Dvorák og Píanótríóið eftir Ravel. En svo voru líka fluttar mergjaðar tónsmíðar eftir George Crumb og afar skemmtileg stykki eftir Charles Ives fyrir tvö píanó. Þar voru píanóin stillt á mismunandi hátt, annað var kvarttóni fyrir ofan hitt. Minnsta tónbil á hljómborði er hálftónsbil, svo þegar leikið var á bæði píanóin í kvarttónsstillingunni virkuðu þau rammfölsk. Þau voru ekki á sama tónsviðinu. En það var einhver fegurð í þessu falska, einstök hughrif sköpuðust sem erfitt er að lýsa. Hinn hreini tónn er greinilega ekki alltaf bestur! Aðrir kammertónleikar á árinu 2016 voru margir hverjir prýðilegir. Nordic Affect, sem samanstendur af nokkrum hljóðfæraleikurum með Höllu Steinunni Stefánsdóttur í broddi fylkingar, var m.a. á Norrænum músíkdögum í haust. Þar voru skemmtilegar tónsmíðar, aðallega eftir íslensk tónskáld. Nordic Affect hefur þá sérstöðu að venjulega liggur mikil rannsóknarvinna að baki tónleikum hópsins. Oft hverfast þeir um einfalda hugmynd sem heldur öllu saman. Að þessu sinni var efnisskráin fleyguð með sérkennilegum gerningi, ógreinilegu þykkni ljóðabrota úr hátölurum sem myndaði fallegan hljóðheim. Þetta var einhvers konar ringulreið og það var eins og öll verkin á dagskránni kæmu út úr henni. Það var verulega áhrifamikið. Kammermúsíkklúbburinn var líka flottur á liðnu ári. Verkin voru þó mun hefðbundnari; þessi venjulegu eftir Brahms, Beethoven og félaga. Flutningurinn á slíkum tónsmíðum er samt yfirleitt vandasamari en á nýrri tónlist. Verkin eru jú til í flutningi ótal hópa á geisladiskum. Maður hefur því samanburðinn og það er erfitt að toppa hann. Það er til marks um hversu góðir íslenskir hljóðfæraleikarar eru orðnir að margir tónleikar klúbbsins voru á heimsmælikvarða.Íslenskan óperan góð og slæm Íslenska óperan var bæði og á árinu 2016. Fyrri uppfærslan, á Don Giovanni eftir Mozart var ekki fullnægjandi að mati undirritaðs. Sviðsmynd og búningar voru máttlausir, og frammistaða söngvaranna misjöfn. Uppfærslan á Évgení Ónegín í haust kom því skemmtilega á óvart. Þar gekk allt upp. Valið á söngvurunum var fullkomið og sviðsmyndin er sú glæsilegasta sem ég hef séð hér á landi. Búningarnir voru augnayndi og leikstjórnin, sem stundum hefur verið hálfmisheppnuð, var stórkostleg. Hvergi var dauður punktur í atburðarásinni, hún rann áfram áreynslulaust, skreytt alls konar óvæntum uppákomum. Hér, sem oftar, sló Þóra Einarsdóttir sópran í gegn með magnaðri frammistöðu. Þóra er Guðsgjöf, leyfi ég mér að fullyrða. Margar fínar tónsmíðar litu fyrst dagsins ljós á liðnu ári. Þær voru eftir tónskáld á borð við Finn Karlsson, Kolbein Bjarnason, Þuríði Jónsdóttur, Úlf Hansson, Hafdísi Bjarnadóttur, Georg Kára Hilmarsson og fleiri. Djassinn var sömuleiðis oft öflugur. Terri Lyne Carrington var með fimm stjörnu tónleika á Listahátíð og Sunna Gunnlaugsdóttir og Julia Hülsmann voru með óvanalega tveggja flygla tónleika á Djasshátíð í Reykjavík síðla sumars. Þannig mætti lengi telja. Ljóst er að 2016 var viðburðaríkt, tónlistarlífið hér er greinilega í miklum blóma. Ég þakka lesendum mínum samfylgdina á árinu og óska þeim gleðilegs nýs árs. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. janúar 2017.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira