Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 16:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði skýrsluna ekki hafa borist ráðuneytinu í endanlegri mynd fyrr en 13. október. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fékk kynningu á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í aflandsfélögum þann 5. október síðastliðinn. Ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðmundur Árnason staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Skýrslunni var skilað til fjármálaráðuneytisins þann 13. september og fékk starfshópurinn þá tilkynningu frá ráðuneytinu að störfum hópsins væri lokið. Skýrslunni var ekki breytt eftir það. Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslan hafi ekki borist ráðuneytinu í endanlegri mynd fyrr en eftir þingslit, sem voru 13. október. Margir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fram fóru í október og hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG farið fram á að efnahags-og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Hún telur mörgum spurningum enn ósvarað. Bjarni hafði áður vísað því á bug að hann hefði setið á skýrslunni.Sjá einnig: Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum ,,Nei ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það er bara ekki þannig," sagði Bjarni í samtali við RÚV.Sagði hann að hann hefði fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar svo að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Ljóst er að efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði fimmtán sinnum frá 13. september og fram að þinglokum. Eftir 5. október, þegar Bjarni fékk sérstaka kynningu á skýrslunni frá formanni starfshópsins voru fundir nefndarinnar fjórir talsins. Nefndin hefur auk þess fundað fjórtán sinnum eftir kosningarnar í haust. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fékk kynningu á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í aflandsfélögum þann 5. október síðastliðinn. Ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðmundur Árnason staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Skýrslunni var skilað til fjármálaráðuneytisins þann 13. september og fékk starfshópurinn þá tilkynningu frá ráðuneytinu að störfum hópsins væri lokið. Skýrslunni var ekki breytt eftir það. Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslan hafi ekki borist ráðuneytinu í endanlegri mynd fyrr en eftir þingslit, sem voru 13. október. Margir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fram fóru í október og hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG farið fram á að efnahags-og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Hún telur mörgum spurningum enn ósvarað. Bjarni hafði áður vísað því á bug að hann hefði setið á skýrslunni.Sjá einnig: Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum ,,Nei ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það er bara ekki þannig," sagði Bjarni í samtali við RÚV.Sagði hann að hann hefði fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar svo að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Ljóst er að efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði fimmtán sinnum frá 13. september og fram að þinglokum. Eftir 5. október, þegar Bjarni fékk sérstaka kynningu á skýrslunni frá formanni starfshópsins voru fundir nefndarinnar fjórir talsins. Nefndin hefur auk þess fundað fjórtán sinnum eftir kosningarnar í haust.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira