Skýrslan barst fjármálaráðuneytinu mánuði fyrr en Bjarni hélt fram Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2017 16:03 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagði skýrsluna ekki hafa borist ráðuneytinu í endanlegri mynd fyrr en 13. október. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fékk kynningu á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í aflandsfélögum þann 5. október síðastliðinn. Ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðmundur Árnason staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Skýrslunni var skilað til fjármálaráðuneytisins þann 13. september og fékk starfshópurinn þá tilkynningu frá ráðuneytinu að störfum hópsins væri lokið. Skýrslunni var ekki breytt eftir það. Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslan hafi ekki borist ráðuneytinu í endanlegri mynd fyrr en eftir þingslit, sem voru 13. október. Margir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fram fóru í október og hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG farið fram á að efnahags-og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Hún telur mörgum spurningum enn ósvarað. Bjarni hafði áður vísað því á bug að hann hefði setið á skýrslunni.Sjá einnig: Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum ,,Nei ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það er bara ekki þannig," sagði Bjarni í samtali við RÚV.Sagði hann að hann hefði fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar svo að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Ljóst er að efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði fimmtán sinnum frá 13. september og fram að þinglokum. Eftir 5. október, þegar Bjarni fékk sérstaka kynningu á skýrslunni frá formanni starfshópsins voru fundir nefndarinnar fjórir talsins. Nefndin hefur auk þess fundað fjórtán sinnum eftir kosningarnar í haust. Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra fékk kynningu á skýrslu starfshóps um eignir Íslendinga í aflandsfélögum þann 5. október síðastliðinn. Ráðuneytisstjóri fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Guðmundur Árnason staðfesti þetta í samtali við fréttastofu RÚV. Skýrslunni var skilað til fjármálaráðuneytisins þann 13. september og fékk starfshópurinn þá tilkynningu frá ráðuneytinu að störfum hópsins væri lokið. Skýrslunni var ekki breytt eftir það. Bjarni hefur áður haldið því fram að skýrslan hafi ekki borist ráðuneytinu í endanlegri mynd fyrr en eftir þingslit, sem voru 13. október. Margir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að skýrslan hafi ekki verið birt almenningi og Alþingi fyrr en eftir þingkosningar sem fram fóru í október og hefur Katrín Jakobsdóttir, formaður VG farið fram á að efnahags-og viðskiptanefnd þingsins komi saman í næstu viku til að fjalla um skýrsluna. Hún telur mörgum spurningum enn ósvarað. Bjarni hafði áður vísað því á bug að hann hefði setið á skýrslunni.Sjá einnig: Bjarni vísar því á bug að hann hafi setið á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum ,,Nei ég vísa því algjörlega á bug að henni hafi með einhverjum hætti verið haldið leyndri. Það er bara ekki þannig," sagði Bjarni í samtali við RÚV.Sagði hann að hann hefði fengið skýrsluna í hendur eftir að þingi var slitið í haust og því hafi verið ákveðið að bíða fram yfir kosningar með birtingu skýrslunnar svo að ný ríkisstjórn og ný efnahags- og viðskiptanefnd gæti fjallað um efni skýrslunnar. Ljóst er að efnahag- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði fimmtán sinnum frá 13. september og fram að þinglokum. Eftir 5. október, þegar Bjarni fékk sérstaka kynningu á skýrslunni frá formanni starfshópsins voru fundir nefndarinnar fjórir talsins. Nefndin hefur auk þess fundað fjórtán sinnum eftir kosningarnar í haust.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira