Furðar sig ekki á gagnrýni Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 7. janúar 2017 11:00 Maður hefur séð hörðustu pönkara breytast í algjör bjarndýr. Jafnvel sá sem þykist vera íkorni, nýi umbótaflokkurinn, þarf líka að minna sig á það að breytast ekki bjarndýr,“ segir Óttarr. Visir/Ernir Björt framtíð er með skrifstofu á efstu hæð í fimm hæða byggingu í Kvosinni. „Stóra lyftuskrímslið,“ segir Óttarr um húsið þegar hann vísar blaðamanni til vegar. Frá efstu hæðinni er gott útsýni að Alþingi og líka ráðhúsinu þar sem Óttarr steig sín fyrstu skref í pólitík fyrir nokkrum árum með Besta flokknum. Á skrifborði Óttars er bréfapressa með mynd af íkorna. Hann fékk bréfapressuna að gjöf eftir að hafa flutt eftirminnilega jómfrúarræðu á Alþingi árið 2013. Ræða Óttars var nokkurs konar hugvekja og ósk um breytt hugarfar. „Það er íkorninn sem dansar á trjátoppunum, ekki bjarndýrið,“ sagði hann og beindi því til þingheims að það hefði betri áhrif að sýna mýkt og sveigjanleika fremur en að ryðjast áfram. „Tökum íkornann með sinni iðjusemi og útsjónarsemi okkur til fyrirmyndar frekar en þunglamalegt valdabrölt bjarnarins,“ sagði hann enn fremur. Ræðan endaði á orðunum: „Verum góð.“ Bréfapressan á að minna hann á ræðuna og gildin sem hann ætlaði að standa fyrir í pólitík.Dansað í trjátoppum?Skyldi hann gera ráð fyrir því að Benedikt og Bjarni dansi með honum í trjátoppunum eða er líklegra að þeir verði eins og bjarndýrið í hugvekjunni? „Ég óska þess að þeir séu tilbúnir til þess að dansa á trjátoppunum. Út á það gengur bjartsýnin að fara í þetta verkefni með þeim. Hugsunin á bak við ræðu mína var ekki bara sú að það væru einstaklingar sem væru íkornar eða bjarndýr, heldur væri það líka aðferðafræðin. Maður hefur séð hörðustu pönkara breytast í algjör bjarndýr. Jafnvel sá sem þykist vera íkorni, nýi umbótaflokkurinn, þarf líka að minna sig á það að breytast ekki bjarndýr,“ segir Óttarr.Og hvað er hann að hugsa núna? „Ég er nú enn að hugsa um mýkt og sveigjanleika. Er enn mjög upptekinn af því að koma að auknu samstarfi, agaðra verklagi og breiðari aðkomu í pólitík. Eftir rúmlega tvo mánuði af meira og minna stanslausum stjórnmálaviðræðum eru hugsanirnar kannski ekki alveg jafn skáldlegar og þær voru sumarið 2013.“Gagnrýndur fyrir samstarfið Óttarr hefur verið gagnrýndur í stjórnarmyndunarviðræðum síðustu vikna. Bæði fyrir samstarfið við Viðreisn og að vilja stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokkinn þar sem bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. „Ég var svo önnum kafinn að ég hef ekki náð að velta mér upp úr gagnrýninni. Ég tek hana ekki nærri mér og segi það af virðingu að mér finnst að sumu leyti ekki skrítið að fólk upplifi að ég sé kominn á skrítinn stað. Ég hef upplifað þetta áður. Til dæmis þegar ég yfirhöfuð byrjaði í pólitík og í Besta flokknum. Á okkar fyrstu dögum í ráðhúsinu fundum við fyrir því að fólki fannst eitthvað rangt við það að við værum komin í þetta hlutverk. Bæði fólki í kringum okkur en líka fólki sem gat ekki ímyndað sér svona skrítið fólk eins og okkur í þessum stöðum. Það er eitt af því sem maður hefur upplifað sem verkefni í pólitík, að teygja á þessari ímynd hlutverkanna. Sumir af hörðustu rekstrarmönnum sem maður hefur þekkt eru til dæmis þeir sem hafa rekið pönkhljómsveitir,“ segir Óttarr sem segist halda að fólk hafi ákveðna mynd af honum og Bjartri framtíð og þeim aðstæðum sem nú eru uppi. „Í því ljósi þá finnst mér ekkert sérstaklega skrítið að margir furði sig á því að við séum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. En lykilhugsun okkar í Bjartri framtíð er að við viljum koma að gagni og reyna að taka ábyrgð. Þess vegna erum við komin á þennan stað sem mörgum finnst skrítinn. Ég sjálfur datt óvart inn í stjórnmálin og þurfti að uppgötva eftir á til hvers ég væri í henni. Þetta er áskorun. Ég vil gera gagn og stuðla að samvinnu og betri stjórnmálum,“ segir hann.Samtal fyrir kosningar?Sambandið við Viðreisn, var til eitthvert samtal fyrir kosningar? Og á hvaða forsendum varð þetta samband til? „Það má segja að það hafi gerst eftir kosningar að við ákváðum að vinna saman þegar kæmi að stjórnarmyndun. Einhverjir frambjóðenda þekktust og hófu eitthvert samtal. Eðlilega eins og gengur á Íslandi. Það hafa allir unnið einhvers staðar saman eða verið saman í fermingarveislum. Síðan hittast pólitíkusar mjög mikið í kosningabaráttunni. Vegna þess að við erum alltaf á sömu fundum og í sömu viðtölum og menn spjalla saman í kringum það. Það er margt líkt í þessari frjálslyndu pólitík sem báðir flokkarnir reka. Það var í raun ekki fyrr en eftir kosningar að það kom í ljós stuðningur við miðjuna, sem kannski hefur ekki verið hávær í umræðu um íslenska pólitík. Sem gengur dálítið út á annaðhvort hægri eða vinstri. Þá voru þessir tveir flokkar komnir í þá óvæntu stöðu að vera í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. Okkur fannst gáfulegt að vinna saman til þess að ýta undir þessa pólitík. Frekar en að sitja uppi með tvo miðjuflokka sem eitthvert aukaatriði í pólitíkinni,“ segir hann.Ólíkt baklandNú þegar samstarfið hefur orðið til við stjórnarmyndun, hvernig verður þróunin? Kemur sameining til greina, kosningabandalag seinna meir? „Nei, það hefur aldrei komið til umræðu. Það hefur ekkert verið rætt um neitt samstarf þessara flokka annað en það sem viðkemur stjórnarmyndun. Ég sé það ekki fyrir mér. Þetta eru tveir nýir flokkar sem eru báðir stofnaðir viljandi. Það er mjög ólíkt bakland þó að menn nái saman um einhver málefni.“Bjarni fær forsætisráðuneyti, Benedikt er orðaður við fjármálaráðuneyti, hvaða ráðuneyti sækist hann eftir? „Það hefur enn ekki verið gengið frá verkaskiptingu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Ég hef ekki gert tilkall til neins ráðuneytis umfram annað. Ég gæti hugsað mér að vinna við ýmsa málaflokka en hef líka þá reynslu að það geti verið mjög gefandi að vinna að málum sem maður hefur lítið komið að áður,“ segir Óttarr og vill ekki gefa upp hvaða ráðuneyti hefur verið rætt um að hann taki að sér í viðræðum fyrr en það er algjörlega frágengið.Flokkurinn var afskrifaður Er flokkurinn fámennur? „Við erum ekkert ofsalega fámenn miðað við aðra flokka. Við erum nýr flokkur og auðvitað fámennari en einhverjir af gömlu flokkunum. Baklandið er ekki jafn gróið. Það er kannski kvikara. Það er samt lúmskt mikið af fólki virkt. Það kom dálítið í ljós á þessu ári, þegar flokkurinn var að detta niður í skoðanakönnunum og oft afskrifaður í umræðunni. Ef það voru einhver mál, þá var ekki hringt fyrst í okkur til að komast að því hvað okkur fyndist um eitthvað. Á þessum tíma var baklandið virkt og trúði á okkur. Að við hefðum erindi í pólitík og hefðum eitthvað annað að segja en aðrir í pólitík. Það var í ágúst sem það var í umræðunni að við gætum ekki sett saman lista til að bjóða fram. Þeir sem voru að vinna í flokknum höfðu hins vegar ekki áhyggjur af því. Við settum saman lista og náðum í gegn.“En óttaðist hann sjálfur að þið mynduð þurrkast út? „Nei, ég trúði því að við myndum ná í gegn. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að ný stjórnmálasamtök og reyndar gömul líka viti að það er ekkert sjálfsagt við það að flokkar séu til. Það eru engir flokkar sem eiga stuðning fólks.“Er hægt að mannað nefndir, kemur til greina að vera utan þings til að anna þessu öllu? „Það var vitað fyrir að það yrði strembið fyrir svona lítinn þingflokk að manna allar nefndir þingsins. Það verður enn erfiðara ef við sitjum í ríkisstjórn. Þetta vissum við fyrir og er nokkuð sem við þurfum að vinna úr. En svona verkefni eiga kannski heldur ekki að vera auðveld.“„Ég óska þess að þeir séu tilbúnir til þess að dansa á trjátoppunum,“ segir Óttarr um samstarfið og vísar í fræga ræðu sína. Fréttablaðið/ErnirEkki allir jafn hrifnirÚrsagnir úr Bjartri framtíð – er ósætti í flokknum vegna stjórnarmyndunarviðræðna? „Það er ekki ósætti í flokknum vegna stjórnarmyndunarviðræðna. Það eru hins vegar ekki allir jafn hrifnir af þátttöku okkar í viðræðum og það hefur átt við um allar þær viðræður sem við höfum átt, líka við aðra flokka. Skiljanlega hefur fólk ólíka afstöðu, sér í lagi í miðjuflokki sem hefur ekki verið í þessari aðstöðu áður. Það hefði fæsta grunað það nokkrum vikum fyrir kosningar að Björt framtíð yrði í lykilstöðu gagnvart stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar. Það hefur þó ríkt mikil samstaða í þingflokknum gagnvart þessari vinnu og við höfum haldið reglulega fundi í fjölmennri stjórn flokksins til að ræða málin og stöðuna í hinum ýmsu viðræðum eftir kosningarnar,“ segir Óttarr.Endalaust skíðaferðalag „Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr. „Það er hægt að ná saman þótt baklandið sé ólíkt. Það er eitt sem maður lærir á þessum vettvangi, að það er leitun að einstaklingi í pólitík sem er ekki í pólitík til að láta gott af sér að leiða. Það er líka leitun að fólki í pólitík sem er ekki sterkir einstaklingar. Það gustar af fólki. Þegar fólk lendir oft í óvenjulegum aðstæðum í vinnunni, vinnur saman að málum þótt það sé í sitthvorum flokknum, þarf að ná árangri og niðurstöðu, þá nær fólk saman. Ég hef stundum líkt þessu við að vera í endalausu skíðaferðalagi. Fólk verður að láta sér lynda saman,“ segir Óttarr. Óttarr segist hafa haft beyg af því að fara í kosningar ef ekki tækist að mynda stjórn. „Við sáum í könnunum að það hefði ekki orðið grundvallarbreyting á afstöðu kjósenda. Það verða áfram þessir sjö flokkar. Í stjórnarkreppu verður til ákveðið tómarúm. Það kom til dæmis í ljós núna í fjárlögunum. Fyrir vikið eru ekki teknar stórar ákvarðanir og það var beygur í mér gagnvart því. Að fara í kosningar hefði framlengt ákveðið ástand í pólitík sem hefur verið nærri allt síðasta ár. Það hefur verið erfitt að taka ákvarðanir og það hefur lítið gerst.“Einhverjar umbætur frekar en engar En hvað um málefni Bjartrar framtíðar. Hvaða vægi hljóta þau í stjórnarsamstarfi. Þið leggið þunga áherslu á að það verði gerðar breytingar á stjórnarskránni, eins og hún birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Verður gefinn einhver afsláttur af því? „Það er stefna að við tökum ákallinu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að hið minnsta verði einhverjar umbætur frekar en engar umbætur. Hvað þýðir það að gefa afslátt af því? Ég held að það sé aðalatriði að það gerist eitthvað.“ Ef til vill hefur þetta komið til tals í stjórnarmyndunarviðræðum? „Já, þetta hefur komið til tals. Ég segi, aðalatriðið er að það verði breytingar. Það er nokkuð ljóst að það verða ekki miklar breytingar ef það er ekki nokkuð breið samvinna á bak við þær breytingar.“Þjóðaratkvæðagreiðsla eina leiðin Hvað með Evrópusambandið. Þið viljið landa góðum samningi? „Við erum evrópusinnuð þjóð og alþjóðlega sinnuð. Það er mjög eðlilegt að hér verði meiri samvinna í gegnum samevrópskar stofnanir. Að við tökum þátt í samstarfinu og reynum að vera fullir þátttakendur. Eftir það sem á undan er gengið þá þýðir ekki að troða þessu niður um kokið á Íslendingum. Eina leiðin til þess að þetta geti orðið er að byrja á þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn. Að almenningur sé með í verki frá upphafi. Evrópusambandið og umhverfið í heiminum er að breytast mjög hratt. Við erum að koma úr stöðnunartímabili frá því að múrinn féll. Sem alþjóðasinni þá vona ég að það verði ekki þróun til einangrunar og tel að það sé hættulegt fyrir Ísland. Samskipti Íslands við umheiminn litast því af þeirri þróun sem nú er í Evrópu. Við verðum að vera með opinn huga og gæta þess að einangrast ekki.“Engin gullin leiðEr ekki stefna Bjartrar framtíðar að það sé rétt að nota bæði veiðigjöld og uppboð við að úthluta hluta kvótans? „Þetta er stórmál í íslenskri pólitík. Mikilvægt fyrir alla að það náist meiri sátt um sjávarútvegskerfið okkar,“ segir Óttarr. „Stór hluti vandans er sú tilfinning margra að þessi sameiginlega auðlind gagnist fáum en ekki fleirum. Þjóðin njóti ekki réttláts hluta af arðinum. Við höfum talað fyrir því að besta leiðin til þess sé að markaðurinn komi frekar að einhverjum hluta. Það er flókið að útfæra þessa leið. Ég viðurkenni að ég hef ekki setið fund með neinum flokki sem hefur fundið gullnu leiðina. Almennt ríkir skilningur og vilji til þess að þróa þetta betur. Það eru ákveðin grunnatriði, sem er dálítið merkilegt að pólitíkin er sammála um. Stýring á sókn í auðlindina út frá umhverfissjónarmiðum. Verðmætum aflans. Hins vegar þetta prinsipp, að hluti af ágóðanum renni til samfélagsins. Það er ekki langt síðan menn voru að rífast um þessi grundvallaratriði.“Gapa yfir sátt Spurður um eftirminnilegustu verkefni á síðasta þingi nefnir hann endurskoðun útlendingalaganna. „Það er verkefni sem mig hefði ekki grunað að ég tæki þátt í. Málaflokkur sem ég hafði ekki verið mjög djúpt í. Ég hafði kynnst málaflokknum lítillega í ráðhúsinu í tengslum við skólamál. Í vinnu við endurskoðun laganna held ég að við höfum náð að vinna mjög merkilega hluti og það í þverpólitískri sátt allra flokka. Þegar maður segir pólitíkusum úti í Evrópu frá því þá gapa menn. Þó svo að það verði seint allir fullkomlega ánægðir með niðurstöðuna þá er maður stoltur af því að hafa tekið þátt í því að ýta hlutunum í rétta átt.“Ábyrgðin mikilvægÞað eru margir sem telja afstöðu Bjartrar framtíðar gagnvart búvörusamningum hafi skipt sköpum í kjörklefanum. Er Óttarr sammála? „Það er ákveðinn lúxus að stofna nýjan flokk. Þá mynda menn pólitíkina dálítið óbundnir af fortíðinni og getur verið auðveldara að vera með skýra stefnu í þessum málum. Á móti kemur að þú þarft að útskýra fyrir hvað þú stendur og það eru ýmsir aðrir tilbúnir að skilgreina þig fyrir þig. Ekkert endilega af mesta hlýhug. Það hefur verið saga Bjartrar framtíðar frá því að við stofnuðum flokkinn að við höfum verið að forma og þróa flokkinn og líka að koma því til skila hver við erum og hver við viljum vera. Við höfðum alltaf trú á því að sérstaða okkar mundi koma í ljós. Það kom okkur held ég alveg á óvart að það myndi endilega gerast í kringum landbúnaðarmálin. Við nálguðumst þau mál með okkar pólitík. Af ábyrgð. Fólk virðist hafa áttað sig á því. Okkur finnst við hafa sýnt ábyrgð einnig í öðrum málum og ætlum að halda því áfram af festu.“ Kosningar 2016 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira
Björt framtíð er með skrifstofu á efstu hæð í fimm hæða byggingu í Kvosinni. „Stóra lyftuskrímslið,“ segir Óttarr um húsið þegar hann vísar blaðamanni til vegar. Frá efstu hæðinni er gott útsýni að Alþingi og líka ráðhúsinu þar sem Óttarr steig sín fyrstu skref í pólitík fyrir nokkrum árum með Besta flokknum. Á skrifborði Óttars er bréfapressa með mynd af íkorna. Hann fékk bréfapressuna að gjöf eftir að hafa flutt eftirminnilega jómfrúarræðu á Alþingi árið 2013. Ræða Óttars var nokkurs konar hugvekja og ósk um breytt hugarfar. „Það er íkorninn sem dansar á trjátoppunum, ekki bjarndýrið,“ sagði hann og beindi því til þingheims að það hefði betri áhrif að sýna mýkt og sveigjanleika fremur en að ryðjast áfram. „Tökum íkornann með sinni iðjusemi og útsjónarsemi okkur til fyrirmyndar frekar en þunglamalegt valdabrölt bjarnarins,“ sagði hann enn fremur. Ræðan endaði á orðunum: „Verum góð.“ Bréfapressan á að minna hann á ræðuna og gildin sem hann ætlaði að standa fyrir í pólitík.Dansað í trjátoppum?Skyldi hann gera ráð fyrir því að Benedikt og Bjarni dansi með honum í trjátoppunum eða er líklegra að þeir verði eins og bjarndýrið í hugvekjunni? „Ég óska þess að þeir séu tilbúnir til þess að dansa á trjátoppunum. Út á það gengur bjartsýnin að fara í þetta verkefni með þeim. Hugsunin á bak við ræðu mína var ekki bara sú að það væru einstaklingar sem væru íkornar eða bjarndýr, heldur væri það líka aðferðafræðin. Maður hefur séð hörðustu pönkara breytast í algjör bjarndýr. Jafnvel sá sem þykist vera íkorni, nýi umbótaflokkurinn, þarf líka að minna sig á það að breytast ekki bjarndýr,“ segir Óttarr.Og hvað er hann að hugsa núna? „Ég er nú enn að hugsa um mýkt og sveigjanleika. Er enn mjög upptekinn af því að koma að auknu samstarfi, agaðra verklagi og breiðari aðkomu í pólitík. Eftir rúmlega tvo mánuði af meira og minna stanslausum stjórnmálaviðræðum eru hugsanirnar kannski ekki alveg jafn skáldlegar og þær voru sumarið 2013.“Gagnrýndur fyrir samstarfið Óttarr hefur verið gagnrýndur í stjórnarmyndunarviðræðum síðustu vikna. Bæði fyrir samstarfið við Viðreisn og að vilja stjórnarmyndun við Sjálfstæðisflokkinn þar sem bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Nordal tengdust aflandsfélögum í skattaskjólum. „Ég var svo önnum kafinn að ég hef ekki náð að velta mér upp úr gagnrýninni. Ég tek hana ekki nærri mér og segi það af virðingu að mér finnst að sumu leyti ekki skrítið að fólk upplifi að ég sé kominn á skrítinn stað. Ég hef upplifað þetta áður. Til dæmis þegar ég yfirhöfuð byrjaði í pólitík og í Besta flokknum. Á okkar fyrstu dögum í ráðhúsinu fundum við fyrir því að fólki fannst eitthvað rangt við það að við værum komin í þetta hlutverk. Bæði fólki í kringum okkur en líka fólki sem gat ekki ímyndað sér svona skrítið fólk eins og okkur í þessum stöðum. Það er eitt af því sem maður hefur upplifað sem verkefni í pólitík, að teygja á þessari ímynd hlutverkanna. Sumir af hörðustu rekstrarmönnum sem maður hefur þekkt eru til dæmis þeir sem hafa rekið pönkhljómsveitir,“ segir Óttarr sem segist halda að fólk hafi ákveðna mynd af honum og Bjartri framtíð og þeim aðstæðum sem nú eru uppi. „Í því ljósi þá finnst mér ekkert sérstaklega skrítið að margir furði sig á því að við séum í samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. En lykilhugsun okkar í Bjartri framtíð er að við viljum koma að gagni og reyna að taka ábyrgð. Þess vegna erum við komin á þennan stað sem mörgum finnst skrítinn. Ég sjálfur datt óvart inn í stjórnmálin og þurfti að uppgötva eftir á til hvers ég væri í henni. Þetta er áskorun. Ég vil gera gagn og stuðla að samvinnu og betri stjórnmálum,“ segir hann.Samtal fyrir kosningar?Sambandið við Viðreisn, var til eitthvert samtal fyrir kosningar? Og á hvaða forsendum varð þetta samband til? „Það má segja að það hafi gerst eftir kosningar að við ákváðum að vinna saman þegar kæmi að stjórnarmyndun. Einhverjir frambjóðenda þekktust og hófu eitthvert samtal. Eðlilega eins og gengur á Íslandi. Það hafa allir unnið einhvers staðar saman eða verið saman í fermingarveislum. Síðan hittast pólitíkusar mjög mikið í kosningabaráttunni. Vegna þess að við erum alltaf á sömu fundum og í sömu viðtölum og menn spjalla saman í kringum það. Það er margt líkt í þessari frjálslyndu pólitík sem báðir flokkarnir reka. Það var í raun ekki fyrr en eftir kosningar að það kom í ljós stuðningur við miðjuna, sem kannski hefur ekki verið hávær í umræðu um íslenska pólitík. Sem gengur dálítið út á annaðhvort hægri eða vinstri. Þá voru þessir tveir flokkar komnir í þá óvæntu stöðu að vera í lykilstöðu hvað varðar stjórnarmyndun. Okkur fannst gáfulegt að vinna saman til þess að ýta undir þessa pólitík. Frekar en að sitja uppi með tvo miðjuflokka sem eitthvert aukaatriði í pólitíkinni,“ segir hann.Ólíkt baklandNú þegar samstarfið hefur orðið til við stjórnarmyndun, hvernig verður þróunin? Kemur sameining til greina, kosningabandalag seinna meir? „Nei, það hefur aldrei komið til umræðu. Það hefur ekkert verið rætt um neitt samstarf þessara flokka annað en það sem viðkemur stjórnarmyndun. Ég sé það ekki fyrir mér. Þetta eru tveir nýir flokkar sem eru báðir stofnaðir viljandi. Það er mjög ólíkt bakland þó að menn nái saman um einhver málefni.“Bjarni fær forsætisráðuneyti, Benedikt er orðaður við fjármálaráðuneyti, hvaða ráðuneyti sækist hann eftir? „Það hefur enn ekki verið gengið frá verkaskiptingu í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. Ég hef ekki gert tilkall til neins ráðuneytis umfram annað. Ég gæti hugsað mér að vinna við ýmsa málaflokka en hef líka þá reynslu að það geti verið mjög gefandi að vinna að málum sem maður hefur lítið komið að áður,“ segir Óttarr og vill ekki gefa upp hvaða ráðuneyti hefur verið rætt um að hann taki að sér í viðræðum fyrr en það er algjörlega frágengið.Flokkurinn var afskrifaður Er flokkurinn fámennur? „Við erum ekkert ofsalega fámenn miðað við aðra flokka. Við erum nýr flokkur og auðvitað fámennari en einhverjir af gömlu flokkunum. Baklandið er ekki jafn gróið. Það er kannski kvikara. Það er samt lúmskt mikið af fólki virkt. Það kom dálítið í ljós á þessu ári, þegar flokkurinn var að detta niður í skoðanakönnunum og oft afskrifaður í umræðunni. Ef það voru einhver mál, þá var ekki hringt fyrst í okkur til að komast að því hvað okkur fyndist um eitthvað. Á þessum tíma var baklandið virkt og trúði á okkur. Að við hefðum erindi í pólitík og hefðum eitthvað annað að segja en aðrir í pólitík. Það var í ágúst sem það var í umræðunni að við gætum ekki sett saman lista til að bjóða fram. Þeir sem voru að vinna í flokknum höfðu hins vegar ekki áhyggjur af því. Við settum saman lista og náðum í gegn.“En óttaðist hann sjálfur að þið mynduð þurrkast út? „Nei, ég trúði því að við myndum ná í gegn. Mér finnst fullkomlega eðlilegt að ný stjórnmálasamtök og reyndar gömul líka viti að það er ekkert sjálfsagt við það að flokkar séu til. Það eru engir flokkar sem eiga stuðning fólks.“Er hægt að mannað nefndir, kemur til greina að vera utan þings til að anna þessu öllu? „Það var vitað fyrir að það yrði strembið fyrir svona lítinn þingflokk að manna allar nefndir þingsins. Það verður enn erfiðara ef við sitjum í ríkisstjórn. Þetta vissum við fyrir og er nokkuð sem við þurfum að vinna úr. En svona verkefni eiga kannski heldur ekki að vera auðveld.“„Ég óska þess að þeir séu tilbúnir til þess að dansa á trjátoppunum,“ segir Óttarr um samstarfið og vísar í fræga ræðu sína. Fréttablaðið/ErnirEkki allir jafn hrifnirÚrsagnir úr Bjartri framtíð – er ósætti í flokknum vegna stjórnarmyndunarviðræðna? „Það er ekki ósætti í flokknum vegna stjórnarmyndunarviðræðna. Það eru hins vegar ekki allir jafn hrifnir af þátttöku okkar í viðræðum og það hefur átt við um allar þær viðræður sem við höfum átt, líka við aðra flokka. Skiljanlega hefur fólk ólíka afstöðu, sér í lagi í miðjuflokki sem hefur ekki verið í þessari aðstöðu áður. Það hefði fæsta grunað það nokkrum vikum fyrir kosningar að Björt framtíð yrði í lykilstöðu gagnvart stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar. Það hefur þó ríkt mikil samstaða í þingflokknum gagnvart þessari vinnu og við höfum haldið reglulega fundi í fjölmennri stjórn flokksins til að ræða málin og stöðuna í hinum ýmsu viðræðum eftir kosningarnar,“ segir Óttarr.Endalaust skíðaferðalag „Það eru engar skýrar línur í pólitíkinni,“ segir Óttarr. „Það er hægt að ná saman þótt baklandið sé ólíkt. Það er eitt sem maður lærir á þessum vettvangi, að það er leitun að einstaklingi í pólitík sem er ekki í pólitík til að láta gott af sér að leiða. Það er líka leitun að fólki í pólitík sem er ekki sterkir einstaklingar. Það gustar af fólki. Þegar fólk lendir oft í óvenjulegum aðstæðum í vinnunni, vinnur saman að málum þótt það sé í sitthvorum flokknum, þarf að ná árangri og niðurstöðu, þá nær fólk saman. Ég hef stundum líkt þessu við að vera í endalausu skíðaferðalagi. Fólk verður að láta sér lynda saman,“ segir Óttarr. Óttarr segist hafa haft beyg af því að fara í kosningar ef ekki tækist að mynda stjórn. „Við sáum í könnunum að það hefði ekki orðið grundvallarbreyting á afstöðu kjósenda. Það verða áfram þessir sjö flokkar. Í stjórnarkreppu verður til ákveðið tómarúm. Það kom til dæmis í ljós núna í fjárlögunum. Fyrir vikið eru ekki teknar stórar ákvarðanir og það var beygur í mér gagnvart því. Að fara í kosningar hefði framlengt ákveðið ástand í pólitík sem hefur verið nærri allt síðasta ár. Það hefur verið erfitt að taka ákvarðanir og það hefur lítið gerst.“Einhverjar umbætur frekar en engar En hvað um málefni Bjartrar framtíðar. Hvaða vægi hljóta þau í stjórnarsamstarfi. Þið leggið þunga áherslu á að það verði gerðar breytingar á stjórnarskránni, eins og hún birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Verður gefinn einhver afsláttur af því? „Það er stefna að við tökum ákallinu úr þjóðaratkvæðagreiðslunni. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að hið minnsta verði einhverjar umbætur frekar en engar umbætur. Hvað þýðir það að gefa afslátt af því? Ég held að það sé aðalatriði að það gerist eitthvað.“ Ef til vill hefur þetta komið til tals í stjórnarmyndunarviðræðum? „Já, þetta hefur komið til tals. Ég segi, aðalatriðið er að það verði breytingar. Það er nokkuð ljóst að það verða ekki miklar breytingar ef það er ekki nokkuð breið samvinna á bak við þær breytingar.“Þjóðaratkvæðagreiðsla eina leiðin Hvað með Evrópusambandið. Þið viljið landa góðum samningi? „Við erum evrópusinnuð þjóð og alþjóðlega sinnuð. Það er mjög eðlilegt að hér verði meiri samvinna í gegnum samevrópskar stofnanir. Að við tökum þátt í samstarfinu og reynum að vera fullir þátttakendur. Eftir það sem á undan er gengið þá þýðir ekki að troða þessu niður um kokið á Íslendingum. Eina leiðin til þess að þetta geti orðið er að byrja á þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn. Að almenningur sé með í verki frá upphafi. Evrópusambandið og umhverfið í heiminum er að breytast mjög hratt. Við erum að koma úr stöðnunartímabili frá því að múrinn féll. Sem alþjóðasinni þá vona ég að það verði ekki þróun til einangrunar og tel að það sé hættulegt fyrir Ísland. Samskipti Íslands við umheiminn litast því af þeirri þróun sem nú er í Evrópu. Við verðum að vera með opinn huga og gæta þess að einangrast ekki.“Engin gullin leiðEr ekki stefna Bjartrar framtíðar að það sé rétt að nota bæði veiðigjöld og uppboð við að úthluta hluta kvótans? „Þetta er stórmál í íslenskri pólitík. Mikilvægt fyrir alla að það náist meiri sátt um sjávarútvegskerfið okkar,“ segir Óttarr. „Stór hluti vandans er sú tilfinning margra að þessi sameiginlega auðlind gagnist fáum en ekki fleirum. Þjóðin njóti ekki réttláts hluta af arðinum. Við höfum talað fyrir því að besta leiðin til þess sé að markaðurinn komi frekar að einhverjum hluta. Það er flókið að útfæra þessa leið. Ég viðurkenni að ég hef ekki setið fund með neinum flokki sem hefur fundið gullnu leiðina. Almennt ríkir skilningur og vilji til þess að þróa þetta betur. Það eru ákveðin grunnatriði, sem er dálítið merkilegt að pólitíkin er sammála um. Stýring á sókn í auðlindina út frá umhverfissjónarmiðum. Verðmætum aflans. Hins vegar þetta prinsipp, að hluti af ágóðanum renni til samfélagsins. Það er ekki langt síðan menn voru að rífast um þessi grundvallaratriði.“Gapa yfir sátt Spurður um eftirminnilegustu verkefni á síðasta þingi nefnir hann endurskoðun útlendingalaganna. „Það er verkefni sem mig hefði ekki grunað að ég tæki þátt í. Málaflokkur sem ég hafði ekki verið mjög djúpt í. Ég hafði kynnst málaflokknum lítillega í ráðhúsinu í tengslum við skólamál. Í vinnu við endurskoðun laganna held ég að við höfum náð að vinna mjög merkilega hluti og það í þverpólitískri sátt allra flokka. Þegar maður segir pólitíkusum úti í Evrópu frá því þá gapa menn. Þó svo að það verði seint allir fullkomlega ánægðir með niðurstöðuna þá er maður stoltur af því að hafa tekið þátt í því að ýta hlutunum í rétta átt.“Ábyrgðin mikilvægÞað eru margir sem telja afstöðu Bjartrar framtíðar gagnvart búvörusamningum hafi skipt sköpum í kjörklefanum. Er Óttarr sammála? „Það er ákveðinn lúxus að stofna nýjan flokk. Þá mynda menn pólitíkina dálítið óbundnir af fortíðinni og getur verið auðveldara að vera með skýra stefnu í þessum málum. Á móti kemur að þú þarft að útskýra fyrir hvað þú stendur og það eru ýmsir aðrir tilbúnir að skilgreina þig fyrir þig. Ekkert endilega af mesta hlýhug. Það hefur verið saga Bjartrar framtíðar frá því að við stofnuðum flokkinn að við höfum verið að forma og þróa flokkinn og líka að koma því til skila hver við erum og hver við viljum vera. Við höfðum alltaf trú á því að sérstaða okkar mundi koma í ljós. Það kom okkur held ég alveg á óvart að það myndi endilega gerast í kringum landbúnaðarmálin. Við nálguðumst þau mál með okkar pólitík. Af ábyrgð. Fólk virðist hafa áttað sig á því. Okkur finnst við hafa sýnt ábyrgð einnig í öðrum málum og ætlum að halda því áfram af festu.“
Kosningar 2016 Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Sjá meira