Toyota frumsýnir C-HR um helgina Finnur Thorlacius skrifar 6. janúar 2017 09:13 Flottar línur í Toyota C-HR. Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent
Mikill viðbúnaður hefur verið að undanförnu hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota sem frumsýna nýjan Toyota C-HR næstkomandi laugardag og sunnudag, 7. og 8. janúar. Þessa bíls hefur verið beðið með meiri eftirvæntingu en dæmi eru um í seinni tíð hjá Toyota enda hefur C-HR vakið athygli fyrir fallega hönnun og þykir bíllinn gefa til kynna nýja tíma hjá Toyota. Slípaður demantur var hafður sem fyrirmynd að útliti bílsins bæði að utan og innan enda þykir C-HR glæsilegur á götu og vekur eftirtekt hvar sem hann fer. Aksturseiginleikar eru góðir og vel fer um ökumann og farþega í bílnum. C-HR er fáanlegur í nokkrum útfærslum og kostar hann frá 3.940.000 kr. Opið verður hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi á laugardag, 7. janúar frá kl. 12:00 – 16:00 og auk þess verður opið á sunnudag á sama tíma hjá Toyota Kauptúni og Toyota Akureyri.C-HR fæst í hrikalega flottum litum.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent