Olga lét flúra yfir örið eftir brjóstnám Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2017 10:30 Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld. Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð Húðflúr Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð
Húðflúr Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira