Olga lét flúra yfir örið eftir brjóstnám Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2017 10:30 Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld. Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð Húðflúr Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð
Húðflúr Mest lesið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Enginn í joggingbuxum í París Lífið Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp