Olga lét flúra yfir örið eftir brjóstnám Stefán Árni Pálsson skrifar 5. janúar 2017 10:30 Fyrsti þátturinn er á dagskrá í kvöld. Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð Húðflúr Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Í kvöld munu nýir þættir hefja göngu sína á Stöð 2 sem fengið hafa nafnið Flúr & Fólk. Tökur á þáttunum fóru fram síðastliðið sumar en þegar auglýst var eftir þátttakendum í vor sem voru tilbúnir að koma í þáttinn og fá húðflúr sóttu tæplega 1.500 manns um að fá að vera með. Þættirnir verða sex talsins en alls fá 12 einstaklingar flúr í þáttunum. Flestir eru mættir til að fá ný flúr yfir önnur eldri sem þeir eru óánægðir með. Auk þess fá nokkrir flúr yfir ör og tveir voru valdir til að koma í þáttinn sem svokallaður „auður strigi” og gefa listamönnunum frjálsar hendur. Framleiðslufyrirtækið ORCA Films framleiðir þættina, Lúðvík Páll Lúðvíksson stjórnar upptöku og á hugmyndina en um umsjón sér Sigrún Ósk Kristjánsdóttir. „Eiginlega er hálffyndið að ég skuli hafa endað sem umsjónarmaður þessa þáttar, verandi ekki með stakt tattú sjálf. En það er nú það skemmtilega við fjölmiðlana, það eru engir tveir dagar eins,” segir Sigrún Ósk sem segist þó lengi hafa haft áhuga á flúrum. „Mér finnst bara svo áhugavert að spá í af hverju fólk velur sér þetta eða hitt. Ennþá magnaðra finnst mér hversu margir eru snöggir að ákveða sig. Ég fæ valkvíða þegar ég þarf að ákveða hvað er í kvöldmatinn. Það skemmtilega við flúr er líka að það hafa allir skoðun á þeim og ég held að langflestir hafi á einhverjum tímapunkti velt því fyrir sér hvernig flúr þeir myndu fá sér ef þeir ætluðu að láta slag standa.”Klippa: Flúr & fólk hefst í kvöld Hún segir að einstaklingarnir sem koma fram í þáttunum séu jafn misjafnir og þeir eru margir. „Þetta er fólk af báðum kynjum og á öllum aldri. Slökkviliðsmaður, starfsmaður í leikskóla, fyrrverandi sjómaður, hárgreiðslunemi og þannig mætti áfram telja. Við Lúlli ákváðum strax að okkur langaði að einbeita okkur að fólkinu sem er að fá sér flúr og mig minnir að sá sem hljóðsetti þættina hafi kallað þá „fólkaþætti í sauðargæru,” segir hún og hlær. „Í fyrsta þætti erum við til dæmis með Olgu Steinunni en hún missti annað brjóstið eftir að hafa fengið brjóstakrabbamein. Með því að fá sér flúr yfir örið langaði hana að sýna öðrum konum sem hafa gengið í gegnum það sama að það eru til aðrir möguleikar en að fara í uppbyggingu. Ég dáist að henni, það þarf mikið hugrekki til að stíga svona fram.”Klippa: Fékk sér flúr eftir brjóstakrabbameinsmeðferð
Húðflúr Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira